Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 41
SKINFAXI 41 FÉLAGSHEIMILI VI. M Á N A <> A K 1) U II Sumarið 1949 hófu Nesjamenn i Austur-Skaftafellssýslu bygg- ingu félagsheimilis. Henni var að mestu lokið í sumar og vígð með viðhöfn sunnudaginn 24. ágúst. Áður hafði samkomu- staður sveitarinnar verið í kirkjukjallaranum við Laxá. Að byggingu félagsheimilisins standa: Hreppsnefnd Nesjahrepps, Umf. Máni í Nesjum og kvenfélag sveitarinnar. Drýgstan hlut- ann átti Umf. Máni, og hlaut félagsheimilið nafnið M á n a - g a r ð u r . Þetta er mjög myndarleg bygging. Aðalsaiurinn er 120 m að meðtöldu leiksviði. Þá eru í húsinu: veitingastofa, eldhús, bókasafnsherbergi, tvö snyrtiherbergi, tvœr fatageymslur, auk vélahúss, sem er áfast aðalbyggingunni og fær húsið rafmagn þaðan. Mánagarður er hið vandaðasta hús og mjög smekklega frá öllu gengið. Kostnaðarverð er rúmlega kr. 400 þús., og hef- ur það hlotið um kr. 160 þús. styrk úr félagsheimilasjóði. Samkomuhús þetta bætir úr brýnni þörf í sveitinni, enda var mikill samhugur um byggingu þess og vígslunni vel fagnað. Var þar mikið fjölmenni saman komið, bæði úr sveitinni og næstu hreppum. Hreinn Eiriksson, Miðskeri, formaður Umf. Mána, stjórnaði samkomunni og flutti aðalræðuna. Kirkjukór Bjarnarneskirkju og Karlakór Hornfjarðar sungu, undir stjórn Bjarna Bjarnasonar, Brekkubæ. Við þetta tækifæri voru marg-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.