Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 25
SKINFAXI 25 skáldsögur, ævisögur, greinar og leikrit. Fyrstu bæk- ur bans, og þá sérstaklega smásögurnar, skipuðu hou- um í fremstu röð íslenzkra rithöfunda, en þær fjöll- uðu nær einvörðungu um vestfirzkt fólk, baráttu þess. og lífskjör, bæði á sjó og landi. Blær sagnanna, mál- far og stíll, ber vitni um öflugt kyn og hrikalega byggð. Sami rannni átthagasafinn rennur gegnum skáldsög- ur hans, er síðar birtust, Kristrúnu í Hamravík (1933) og Sturlu í Vogum (1938). Hins vegar er skáldsagan Blítt lætur veröldin (1934) af öðrum Loga spunnin, og sama má segja um Konunyinn á Kálfsskinni (1945). Þótt G. G. H. liafi verið afkastamikill skáldsagna- höfundur, er ekki siður vert að minnast á ævisagna- ritun lians. Þegar Virkir dagar komu út (1936 ög 1938) mátti heita, að nýr þáttur bæfist í íslenzkum bókmenntum. Tókst höf. þar að tengja saman athygl- isverða persónusögu, sem slungin var þráðum alvöru og gamansemi á víxl, og stórmerka atvinnusögu þjóð- arinnar á umbrotatímum. Sama má segja um Sögu Eldeyjar-Hjalta (1929). Hafa síðan fjölmargir rithöf- undar farið svipaða leið, en fullyrða má, að G. G. H. beri þar enn ægishjálminn. Nýlega liefur hann hafið ritun sinnar eigin ævisögu. Eru tvö bindi út komin, og mun þetta eiga að verða mikið verk. G. G. 14. býr nú i hinum unga Kópayogshreppi við Reykj avík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.