Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 14
11 SKINFAXI að leggja lönd undir fót í lniga og hugsun og kynnast nienningu og háttum annarra þjóða. Eins og heimiliS var menningarmiðstöð þjóðfélagsins um margar ald- ir, ætti það ekki síður með aukinni tækni að geta rækt það hlutverk. I5að er mjög vafasamur velgerningur við æskufólk höfuðstaðarins að stefna því saman í stórar hallir. Það slævir ábyrgðartilfinningu einstaklingsins og ró- lega íliygli og evkur þá hættu, að múgmenni verði árangurinn. Yrði sú raunin á, spillti það kostum fá- mennisins, og væri verr farið en lieima setið. Fjár- hagshliðin er einnig mikilvægt atriði. Hallir kosta milljónir, og slík stórhýsi eru feikna dýr i rekstri. Hygg ég, að sú vrði raunin á, eins og með Þjóðleikhúsið, að það opinbera yrði að sjá um þá hlið málsins að verulegu leyti. Sálfræðingar eru á einu máli um það, að lieimilið sé hollari og betri uppeldisstöð fyrir barnið heldur en opinberar uppeMisstofnanir. Er það ekki einnig bcnding um, að reykvískri æsku væri hollara að verja meiri tima en hun gerir innan síns cigin heimilis við j)á tómstundaiðju, sem hver og einn vill og getur iðk- að j)ar? Þröngl niega sátlir silja, segir máltækið, og |)að verður að gera ráð fyrir, að heimilisfólkið sé svo umburðarlynt við livert annað, að j)að þoli einstakl- ingunum þau óþægindi, sem skapast af breytilegum viðfangsefnum og áhugamálum. Hvað viðvikur fé- lagslegum áhugamálum, hygg ég farsælla og viðráð- anlegra, að andlega skyldir áhugamannahópar bind- ist samtökum um að koma upp félagslieimilum, sem hæfa stærð félagsskaparins, heldur en hallarbákni, þar sem öllu ægir saman. Rekstur slíkra félagsheim- ila er að sjálfsögðu í höndum félagsskaparins sjálfs og félagsmennirnir bera allir beinlinis og óbeinlínis ábyrgð á honum. Ábyrgðin livetur til hagsýni, og er hvort tveggja dýrmæt félagsleg dyggð. Rej'kvíkingar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.