Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 29
SKINFAXI 29 3. Skjót viðreisn landsins, sem byggist á eflingu léttaiðn- aðar og tvöföldun ræktaðs lands. Til þessa þarf útlent (banda- rískt?) fjármagn. 4. Stærri her til þess að efla og herða þjóðina sjálfa. Þeir trúa því, aö almennari herskylda sé öruggasta leiðin til að sigrast á menntunarskorti þjóðarinnar, en 83 hundraðshlutar hennar eru ólæsir, og sömuleiðis á líkamlegri vanhreysti henn- ar, sem er bölvun Egyptalands. Hvaða möguleika hafa svo hinir níu réttlátu í Egyptalandi til þess að halda völdunum? Frá mínum bæjardyrum séð er augljóst, að þeir munu halda þeim, meðan þeir hafa traust hersins. Og útlendingar í Kairó eru yfirleitt sammála um tvennt: I fyrsta lagi, að þeim verði einungis steypt af stóli af enn róttækari hreyfingu. í öðru lagi, að þetta sé bezta stjórn, sem setið hafi í Egyptalandi um langt skeið. (Crossman í The New Statesman and Nation. — Stytt, þýtt og endursagt). Handritamálið í Danmörku. 1 vetur hefur handritamálið verið rætt mjög í Danmörku. A^onir stóðu til þess, að danska stjórnin legði frain frnm- var]) nm afliendingu þeirra a. m. k. að einhverjnm hluta. Af því hefur ekki orðið og virðist einhver aftnrkippur koininn í málið. Danskir háskólamenn liafa hamazt á móti afhendingu þeirra í ýmsum blaðagreinum. Þeim hefur verið svarað sum- Lim hverjum af ágætuin íslandsvinum, sem liafa lialdið drengi- lega á málstað íslands. Meðal þeirra er Jens Marinus Jensen, sem hefur skrifað mjög ítarlega varnargrein fyrir málstað Islands í Kristeligt Dagblad, þann 11. des. og i Aalborg Amts- tidende 12. des. Eru þetta svargreinar til prófessors Hjelmslev, sem skrifaði mjög einstrengingslega grein í Politiken 8. des., þar sem hann lagðist fast gegn afhendingu handritanna, sem aðrir danskir liáskólamenn. .1. M. .1. segir í bréfi til U.M.F.Í.: „Við megum biðja afsök- unar á þvi á íslandi, að vor á meðal skuli vera svo skammsýnir og þröngsýnir menn sem prófessor Hjelmslev og því miður er liann ekki sá eini.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.