Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1953, Blaðsíða 9
SKINFAXI 9 uin. Þau útvega þeim nauðsynleg íþróttaáhöld, og loks ráða þau til sín íþróttakennara lil að leiðbeina í hinum ýmsu greinum iþrótta. Undanfarin ár hafa þessi félög lagt mikið kapp á það að koma sér upp löglegum íþróttavöllum, en eng- inn þeirra er þó fullgerður enn. A meðan hafa þau afnot af sléttum hlettum eða túnum til æfinga. Aðeins eitt félag hefur afnot af fullkomnu íþróttahúsi, en það er U.M.F. Snæfell i Stvkkishólmi. llin félögin nota hin myndarlegu samkomuhús sin eða fundar- sali til íþróttaiðkana, ef svo her undir. Aðstæður til sundiðkana eru slæmar. Fvrir nokkrum árum var engin sundlaug lil í héraðinu. Þá licitli H.S.H. sér fyrir því, að sundlaug var hyggð að Kolviðarnesi. Þessi myndarlcga laug er nú fullgerð. Vorið. sem samnorræna sundkeppnin fór fram, urðu allir héraðsbúar að sækja æfingar í þessa laug. Var það löng hið fyrir marga. Þá voru það ungmennafé- lagar í Staðarsveit, sem réðusl i það að hyggja torf- laug að Lýsuhóli. Hlóðu þeir laugina á þrem kvöld- um eftir sinn venjulega vinnutima. Síðan veillu þeir i hana heitu ölkelduvatni. Þarna syntu síðan tugir manna sína 209 metra til sigurs íslenzku þjóðinni í hinni eftirminnilegu keppni. Síðan hefur verið byggð sundlaug á Hellissandi, og önnur er að verða tilhúin i Stykkishólmi, svo að von- andi fer sundkunnátta að verða almennari í hérað- inu. Félögin eiga töluvert af nauðsynlegum íþrótta- áhöldum, sem þau lána svo félögunum heim til sin til skiptis. Þetta kemur sér mjög vel í dreifbýlinu, þar sem fólk getur ekki sótt samæfingar daglega. En það, sem mest virðist hamla ahnennri stundun iþrótta, er kunnáttuskortur. Að visu liefur héraðssamhandið ráðið til sín íþrótlakennara á hverju vori. Ferðast hann á milli einstakra félaga og leiðheinir. Þessi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.