Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Síða 1

Skinfaxi - 01.07.1954, Síða 1
Skinfaxi II. 1954 1944 - 17. júní - 1954. íslenzka lýðveldið er tíu dra um þessar mundir. Er þá margs að minnast. Að mörgu er að gæta. Ekki verður því neitað, að ýmsar blikur eru enn á lofti, engu síður en árið 19'ið. Miklu máli skiptir því, hverju þjóðin lieitir sjálfri sér á þessum tímamótum. Pegar lýðveklið var stofnað, var þjóðlífið allt i deiglu stríðsáranna. Enn er þjóðlífið í deiglu mikilla breytinga og umbrota: Bæir vaxa hröðum skrefum. Fólki í dreifbýli fælckar að sama skapi. Landið er komið í þjóðbraut. Samskipti við aðrar þjóðir aukast með degi hverjum. Stóriðja er að liefjast. Erlent fjár- magn streymir inn í landið. Herlið af annarri þjóð hefur enn aðsetur í landinu. Uggur og óvissa ri.kir í heimsmálum. Öll þessi atriði knýja fast á hugann, þegar hugsað er um áratuginn, sem liðinn er, síðan lýðveldið var stofnað. Og spurningar vakna: Hversu tekst hinni fá- mennu þjóð að vera sjálfri sér trú, svo að hún megi halda sjálfsvirðingu sinni og sjálfstæði? Hversu tekst henni að standast umrót og nýjungar deiglunnar? Hversu tekst henni að manna þann æskulýð, sem nú er að þroskast, svo að hann megi efla íslenzkt þjóð- lif, tungu og menningu? Margt er nú um æskulýðinn rætt og ritað. Er það að vonum. Fátt af því er viturlegt eða heppilegt. Æskulýðurinn er barn sinnar tíðar. Unga lcynslóðin í dag er vaxin upp í deiglu hinna miklu breytinga. 4

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.