Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1954, Side 11

Skinfaxi - 01.07.1954, Side 11
SKINFAXI 59 En það er dimmur himinn komandi óttu og dapurt hjarta þeirra, er þekkja þá æsku, sem nú er. Þeir skilja tilgangsleysi þess að hafa skapað andleg og efnaleg verðmæti, þegar skilning og vit skorti lil að gera þá, sem við tækju, færa um að vaxta þau og vernda. Hið unga man og maður verða ekki vitt. Þau eru börn sinnar tíðar. Þetta var stórkostlegur heimur, er þau fæddust til, og vögguvísa hans var máttug, glymur gulls. Mikill auður í dag, allsleysi kannske á morgun. Og af því að þetta voru á vissan hátt námfús ung- menni, tókst þeim undrafljótt að verða fingrafim á hin gullnu en hverfulu tækifæri, er stundin gaf. En til þcs:- að svo mætti verða, urðu þau að hátta nokkur orð 1 orðabækur: Ábyrgðartilfinning, gæðamat, ihugun, virð- ing, geymd, sparsemi. Þessi verðandi æska var þó ekki eins námgjörn á gömul lögmál, átti til að stytta þau, því að það var svo lítill timi til að fara með langar setningar. „Án erfiðis skalt þú brauðið fá.“ Svo vel er þá komin á veg sú þjóð, er frá öndverðu hefur orðið að leggja hart að sér, svo að hún fengi lífi lialdið. Og hvert spor fram og upp á við, til meiri lífsmunaðar, hefur kostað ógnar orku og ósérhlífní. Þeim, sem gerast varðmenn þess, sem áunnizt hefui, sækjendur bættra kjara, og þurfa að kosta öllu tii, auði sinum, orku og ævi, ef til vill verjast ósigri, þeim verður verkið dýrmætt — oftast. Þeir hafa lá'ið svo mikið af sjálfum sér í það, að meira verður en gistivinátta. En svo komu árin „góðu“. Peningarnir streymdu inn i landið, og það varð á margan hátt létt að lifa. Öii „nýsköpun“ þess, sem mölur, ryð og tími fær grandað gjörðist harla létt; tók minna af hverjum og einum, -- en það urðu fáar hátíðir í hjarta við að sjá allt það smíð og njóta. Nokkrum böndum eru þeir þó bundrir við landið, sem muna haráttu sína og sjálfsfórnir áður en ár varð í ófriðinnm. En æska Islands, sem man

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.