Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Síða 12

Skinfaxi - 01.07.1954, Síða 12
60 SKINFAXI skemur, er ekki lengur í því húsi, þar sem hver feralin er af svita og erfiði íbúans. Hún er stöckl í gistihúsi. II. En hún sækir skóla. Tíu haust, vetur og vor situr sá á skólabekk, er á að erja landið. Hálfu lengur þeir, sem eiga að erfa þao. Hljóta þeir ekki að verða betri Islendingar en áður hafa verið, og öðrum umkomnari að gæta landsins fyrir þeim stórþjóðum, sem nokkrar eyktir eru nu orðnar til? Nei. Ber tvennt til. Eftiröpun erlendrar skólalöggjafar gagnar oss lítt; að verða jatnmen.it öðrum þjóðum er ekki nóg, því að það er meiri vandi að vera Islendingur en flestra annarra þjóða þegn. Engri þjóð er lengur vernd í vegalengdum, heldur vopnum eða viti. Og þar sem vér eigum svo litt vopna og vopnafóðurs, verður vitstyrkur að vera því meiri. Er þá ekki sú skólalöggjöf, sem nú er, mjög líkleg til að auka mennt þjóðarinnar og gera hana jafn- styrka öðrum? Nei. Löggjafargjörendur og þjónar liennar flestir voru — og eru — svo vílir að viti, að þeir kunnu harla lítil skil á því, sem felst í orðiuu — menning. Þeir tóku út úr einn þann þátt, er eyki'i mennt, gjörðu að guði og lutu. Aðra skapendur hennar leiddu þeir á Gálgaás. „Þetta eina öllu öðru æðra er þekking. Að leita hennar, öðlast hana i sem ríkustum mæli, er hið æðsta markmið 4. — Á þann veg féllu háskólarektori orð í setningarræðu á síðastliðnu hausti. I þann mund hófu aðrir skólar í landinu starf, og í þeim öllum var sama yfirskrift. Leit- aðu þekkingar! Hún er hin eina, sanna menntun! Ekkert rúm er hér til að gera þeim grein fyrir livað menntun er, sem aðeins hafa túttuskilning á því, en þar á meðal er ótrúlegur fjöldi þeirra, er telja sig til menntamanna. Þekkingin er vissulega mjög mikilsverð menningu, ekki sízt hinni ytri, en hún er ekki mennt andans, og

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.