Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 13

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 13
SKINFAXI 61 getur orðið menningarbani, þegar hún hefur vaxið henni yfir höfuð. Vér höfum sterkan grun um, að hin marglofaða þekking mannsins sé orðin ískyggilega mikil miðað við menningu hans, sé orðin meiri, og ef það bil eykst, verði ragnarök. Islendingar hafa að vísu engin eyðingartæki, sem af slíkri þekkingu er ger, undir höndum, en þekkingar- dýrkun á kostnað annars meira getur verið þeim skað- vænleg. Það er vá fyrir dyrum, þegar skólakerfi þjóðarinnar er hnitað saman til að þjóna henni einni. Alþýða landsins, sem löngum stóð hugur til mennta, þrátt fyrir ógnarerfiðar aðstæður, reisti sína háskóla á dagmálum þeirrar aldar, sem nú er. Það voru héraðs- eða alþýðuskólarnir. En það eru ekki þeir skólar, er bera það nafn nú. I þeim skólum var ekki talað um sögu landsins sem auðvirðulegasta fagið af öllum, og bókmenntir þjóðarinnar voru annað og meira en að hlaupa í skarð á kvöldvökum og vera málfræðiraun í tímum. Það bar við, að nemendur kysu sér verkefni i vetrar- byrjun, er þeir skiluðu á vordögum: Cr sögu landsius, bókmenntum eða einhverju viðlíka. Og þeir urðu vissu- lega að hugsa til að leysa þetta sómasamlega. Ösjálf- rátt eða sjálfrátt urðu þeir þunneyrðir, þegar þessar greinar bar á góma í tímum. Stofnendum skólanna voru ljósir þeir hlutir, cr beztir eru mikilli lífsmenningu: Að þroska dómgreind- ina, treysta sjálfstæði andans, ígrunda þau öriög, er hafa orðið með þjóðinni, og hvers þegnum hennar beri að gæta og efla. Að rýna þá hluti, er gera mönnurn illt að lifa því lífi, sem ætlazt má til, að þeinr sé skylt að lifa. Að efla athugun á því, er auðveldar að lifa vel og fagurt. En alþýðan stóð ekki nógu dyggilega vörð um skóla

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.