Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 16
64 SKINFAXI engan tíma til að hafna og velja. Og það gleymdist svo margt og týndist, sem ekki vannst tími til að samhæia hinu nýja. Með því að lengja skólavistina, auka þekk- inguna, var reynt að gera æskuna færa um að nota cdlt þetta nýstárlega. En sú þekking, sem skólarnir hera á borð, er ekki það Ijós er helzt lýsir í leit að þeim sann- indum, sem bezt verða að liði Fyrst skólarnir bregðast að meira eða minna leyti, verða aðrir að koma til hjálpar því, sem við eigum dýrast. Heimilin hafa verið rænd öllum möguleikum til að hal'a áhrif. Þeim er naumlega trúað fyrir börn- um á óvitaaldri. Aðrir aðilar verða að koma til, er geti liaft hönd í hagga á þeim árum, sem mestu skipta. Ungmennafélögin koma hér við sögu. Þeirra er að lyfta hönd og benda á hamingjuleiðir úr vanda hveis tíma, auka æskumanninum skyggni á þær vélar, er menn hrugga honum sér til vinnings, er hann heldur á vit lífsins; knýja hann til hugsunar, auka dáð hans og vit til að fara þær leiðir einar, er vænlegastar eru sem manndómsbrautir; þjálfa vitsmuni hans til að greina aðalatriði frá aukaatriðum; benda honum á söguna á bak við söguna. Honum verður að lærast að það skiptir minnstu máli að vita, að Kilimanjaro er útbrunnið eldfjall, en liitt sé athyglisverðara, hví þeir álfubúar, er eiga svo gamalt og hátt eldfjall, eru svo bágir til handar og anda sem raun ber vitni. Hvers vegna þeir mega ekkí, jafn skínandi bláfátækir og þeir eru þó, lúta svörtum forseta, hylla sína þeldökku Elísabetu. — Ungmenna- félögin verða að fræða æskuna um liið komandi lif og efla þær eigindir, sem beztar eru sannri menntun, fræða liana um upphaf sitt og erfðir, glæða skilning hennar á vanda þjóðarinnar og vegsemd. Margir munu segja, að þetta sé það, sem ung- mennafélögin hafi gjört frá upphafi. Kann vel að

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.