Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1954, Side 19

Skinfaxi - 01.07.1954, Side 19
SKINFAXI 67 við höfðum fengið frelsið. Þá réttu menn bök sín og litu hærra en áður, eins og vondjarfra manna er siður. En vitrir menn segja, að vandara sé að gæta fengins fjár en afla þess, og sú skylda er lögð á okkur og niðja okkar að gæta þess frelsis, er að lokum vannst með nær 700 ára bar- áttu hungurs og veikinda. Lýðveldi nefnist það stjórnarfyrirkomulag, sem við völdum okkur i stað konungsdómsins. í lýðfrjálsu landi hefur liver þegn nokkuð af þvi valdi, sem konungurinn hafði áður. Er þvi auðsætt, að i lýðveldisþjóðfélagi reynir meira á manndóm og þroska hvers og eins, en þar sem konungur einn hefur æðstu völd. Þar er það fyrst og fremst hans manndómur og þroski, sein á reynir. En nú leggst þetta vald á okkur öll sam- eiginlega. Yið berum þvi í raun og veru sameiginlega ábyrgð á landstjórninni. Ég sagði áðan, að 17. júní 1944 væri bjartur dagur i hugum okkar Islendinga. Já, enn 'er vor yfir íslandi og ennþá streyma lilýir sunnanvindar vorsins inn i lijörtu okkar þennan dag, og ennþá eru tengdar við hann miklar vonir. Við höfum undanfarið tekið þátt í miklu gróðursetningar- starfi, hæði hér í sveit og i nágrannasVeitum okkar. Það er göfugt starf að hjálpa ungum sprotum til að vaxa, og það er göfugt starf að þekja ógróna móa grænu laufskrúði; slílc störf eru okkar beztu og sönnustu lýðveldis- og landvarnarstörf. Öll framlíð byggist á tilkomu hins nýja lífs. Því er svo mik- ils vert, að liið unga og vaxandi líf fái að þroskast við sem bezt skilyrði. Því betri sem vaxtar- og þroskaskilyrðin eru, því betri verða stofnar þeir, sem bera framtíðina uppi. Yið erum fyrst og fremst þjónar framtíðarinnar, okkar störf leggja grundvöllinn að starfi komandi kynslóða. Mikil ábyrgð hvílir því á oss hverjum og einum, og liollt mun okkur að minnast þess á örlagastundum, að á miklu getur oltið hverja afstöðu við tökum til dagskrármálanna. í þessari sveit standa yfir miklar framkvæmdir á sviði atvinnulífsins, stórvirk tæki eru liér að verki, og tengjum við miklar vonir við störf þeirra. En ekki lifum við á einu saman brauði, þótt gott sé. Andinn, og þá fyrst og fremst félagsandi okkar, þarf einnig sitt. Vax- andi atvinnulif krefst aukins félagslífs, því ef vel á að vera verður slíkt að fylgjast að. Okkur er ekki nóg að græða, við þurfum líka að njóta auðsins. Njóta þess sem við öflum. „Meira fjör, ef mannast viljum“, kvað Páll gamli Árdal. Þau orð eru ekki orðin úrelt ennþá. Við þurfum Iieilbrigða gleði, aukinn lífsþrótt. Yið þurfum að láta lilýjan andvara vorsins vekja okkur af drunganum. Ábyrgðartilfinningin má ekki yfir- 5*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.