Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1954, Side 29

Skinfaxi - 01.07.1954, Side 29
SKINFAXI 77 Mér þykir lilýða að leggja þetta mál greinilega fyr- ir Umf. svo mjög, sem það snertir þau. Til viðbótar framanritaðri bókun vil ég fara um það nokkrum orðum. Meiri liluti iþróttanefndarinnar — Þorsteinn Bern- harðsson og Hermann Guðmundsson — hafa með ákvörðun sinni gjörbreytt grundvelli þeim, sem út- hlutun milli sambandanna hefur hvílt á. Að undan- förnu liefur skiptingin byggst á því, hvað samböndin greiddu háan styrk til iþróttakennslu, en sá styrkur var upphaflega eða a. m. k. síðan 1943 byggður á því samkomulagi milli sambandanna, að öll umferðar- kennsla skyldi styrkt með 75%. Við þetta hefur U. M. F. í. staðið til þessa dags, með styrknum svo langt sem hann hefur náð og til viðbótar með eigin fé. Þetta samkomulag lagði grundvöllinn að merkilegri og umfangsmikilli íþróttakennslu í dreifhýlinu. Hafi þessi stuðningur verið nauðsynlegur 1943 og síðan, hefur ekkert það gerzt nú, sem gerir hann ekki jafn nauðsynlegan og áður. í löggjöf þjóðarinnar er víða tekið tillit til sér- stöðu dreifbýlisins og leitast við að skapa því svipaða aðstöðu og þéttbýlinu, enda þótt það kosti mikið fé. í samgöngumálum er varið stórfé til dreifbýlisins um- fram þéttbýlið, embættiskostnaður er þar margfald- ur. Ríkið greiðir kr. 27 þús. að meðaltali fyrir hvert býli, sem fær rafmagn frá samveitum en ekkert fyrir bæina. Þannig mætti lengi telja dæmi þess, livernig aðstöðumunurinn er jafnaður. Varðandi íþróttirnar hef ég skilgreint skoðun mína í bókun þeirri, er ég hef áður gert. Það fer ekki lijá því, að Umf. hljóta eftir slíka at- burði að endurskoða afstöðu sína til I. S. I., þar sem fulltrúi þess í íþróttanefndinni, sem jafnframt er fulltrúi fjölmargra Umf. hefur haft forgöngu fyrir þvi að rifa niður samkomulag, sem rikt hefur í hálf-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.