Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 32
80 SKINFAXI um verkunum eftir átökum vöðvanna og afstöðu þeirra inn- byrðis við mismunandi hreyfingar og stöður hestsins. Bógar, armar, bak, lend, læri og langleggir hestsins eru livert um sig flókið vöðvafélag, sem þó öll vinna saman að meira eða minna leyti. Á þessum stöðum cru gerðar strang- astar kröfur um góðar fyllur og þroskamikla vöðva. Til skýringar og glöggvunar fyrir nemandann, skal sýnd hér mynd af byggingu hestsins. Þessi mynd sýnir lielztu likamsliluta hestsins, þá, sem at- hugaðir eru sérstaklega af hestadómurum, þegar hestar eru sýndir á sýningum eða byggingarlag þeirra metið. Sá, sem dæmir, athugar vel hvern af þessum likamslilutum fyrir sig og gerir athúgasemdir eftir því, sem við á. Það, sem er i meðallagi, er þá ekki nefnt, aðeins lagt á minnið sérstak- lega eða skráð í minnisbók það, sem er sérlega gott eða fer miður í fari hestsins. Þegar gefnar eru einkunnirnar 0—10, skal nota þær þannig: 9—10 er með ágætum 8—9 er mjög gott 7—8 er vel í meðallagi gott 7 er í meðallagi gott 6—7 er í löku meðallagi 5—6 er að talsverðu leyti ábótavant 5 er að mildu leyti ábótavant 4—5 er mjög slæmt 0—4 er gefið, þegar ókostir, skapnaðargallar eða lýti eru á svo háu stigi, að hesturinn verð- ur gildislítill eða gildislaus, vegna þess at- riðis, sem dæmt er. Sem dæmi um slíkt má nefna: 1. Bógar svo lausir, að lireyfingar liestsins truflast, og hann verður óviss á fótum á ójöfnu landi. 2. Armar svo vöðvarýrir, að af þvi leiði þróttleysi. 3. Grannur spjaldhryggur með áberandi kreppu. 4. Lendin skökk, vegna helti í efri liðum afturlima. 5. Mjög afturdregin og vöðvarýr lend. 6. Lærvöðvar mjög rýrir. 7. Hnéskel festist. 8. Spatt í hækli, eða hestur er mjög „kýrfættur“. 9. Grannir og veigalitlir liæklar með skörpu hækilhorni. 10. Miklir vindingar i kjúkuliðum. Sjást bezt, er liestur lyftir fótum, og hann er teymdur frá skoðanda eða að honum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.