Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 33

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 33
SKINFAXI 81 11. Mjög grannar kjúkur og langar. 12. Ertubein og kjúkusinabein mjög veigalítil. Fótleggurinn sívalur, mælist grannur (16—17 cm) . 13. Gallar i hófum, s. s.: sigiö hófbein; sprunginn hófvegg- ur; sperruhófar. 14. Hvers konar helti. 15. Mjög slæm hlutföll (samræmi). 16. Hreyfingar óhreinar (víxl). Enn fremur, ef hestur er mjög lággengur; skeiðlaginn og kastgengur; brokkið er stutt og hart o. fl. 17. Skapvonzka, hrekkir, ólund, þrái, kergja og heimska. 18. Fælni, sjónhræðsla og kjarkleysi. 19. Leti og mjög mikil þyngsli i hreyfingum. 20. Skakkar og óreglulega vaxnar tennur. 21. Hvérs konar vansköpun, s. s. eineistni, glaseygð og ýmis önnur hvitni (Albinismi). 22. Heymæði, jötunögun (sést á tönnum), blinda, náttblinda og ýmsir aðrir leyndir ókostir, sem oft er erfitt að finna í skjótri svipan. Margir fleiri ókostir koma hér til greina, en þessi upptaln- ing verður látin nægja. Þegar sumir af þessum ókostum eru í fari hesta, þá geta þeir verið af ýmsum og ólíkum orsökum. Við mat kynbótagripa er leyfilegt að taka nokkuð tillit til orsalcanna, ef þær eru örugglega þekktar. Sem dæmi má nefna helti vegna slysa. Fótskekkjur slcyldu dómarar þó alltaf varast að afsaka með beinkröm i uppvexti. Á dómspjaldinu eru línur fyrir athugasemdir. Sé einkunn gefin t. d. 8 eða þar yfir, skal lauslega geta um ástæðuna í at- hugasemdum. Sama gildir einkunn með undir 6. Á bilinu 6—8 er ástæðulaust að gera sérstakar athugasemdir. 2. Aldursákvörðun. Aldur hrossa er lesinn af tönnum. Sú ákvörðun er ekki ná- lcvæm, en er þó sjaldan mjög fjarri lagi. Þegar um lýsingu kyn- bótahrossa er að ræða, skal upplýsing um fæðingarár látið ráða aldri, en þegar verzlað er með liross, sérstaklega til út- flutnings, skal aldurinn ákvarðaður eftir tönnum. Ýmsar á- stæður geta valdið ónákvæmni um aldursákvörðun eftir tönn- um, t. d. ef hestur er vel alinn i uppeldi, getur það hvatt vöxt tanna, en gagnstætt, ef hestur líður vegna næringarskorts. Tannslitið er einnig mismunandi, og fer það mjög eftir fóðri 6

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.