Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 38

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 38
86 SKINFAXI ur ókostur). Söðull i baki er sjaldan ókostur, nema mjög mik- ill sé. Þá þarf hryggurinn að vera vel vöðvafylltur beggja megin við liáþorn liðanna (langi bakvöðvinn — mjög mikil- vægur vöðvi). Spjaldhryggurinn á að vera vel breiður og ekki mjög stuttur. Lengd hans og beygjur rifjanna athugast með þvi að setja hnefa milli mjaðmarhorns og aftasta rifs. Hæfi- legt er að 4 krepptir fingur gangi auðveldlega þar á milli. Ef ekki, þá hefur hesturinn s. k. beinserk. Lendin á að vera breið og jafnbreið. Breidd yfir mjaðmar- horn er hæfileg 47—50 cm. Breiddin yfir lærleggstoppana má vera 5—6 cm minni. Ef meiru munar, þá er lendin of aftur- dregin, en fari mjaðmarhornabreiddin yfir 50 cm, þá er hest- urinn mjaðmhyrntur. Lendin þarf að vera mjög vel vöðvuð, fylla vel út i rýmd mjaðmargrindarinnar, bæði að ofan og til hliðanna (milli mjaðmarhorns og augnakarls eða lærlcggstopps). Þá er æski- legast, að lendin sé dálitið hallandi, sérstaklega sjálf mjaðm- argrindin, en krossbeinið hafi nokkru minni halla (áslend). Setbeinið þarf að vera sem lengst. Setbeinsstuttir hestar eru afturspyrnulinir og verða hvorki fljótir né sterkir. Lærin þurfa að hafa góða vöðvafyllu, sem fyllir vel klofið, en að utan sé vöðvafyllan jöfn en ekki hnykluð. 4. Fæturnir. Allir liðfletir þurfa að vera ummálsmiklir. Ummál hnés þarf að vera 29—30 cm, svo vel sé, en ummál framfótarleggs um 18 cm, en afturfótaleggs 19,5—20 cm. Leggirnir eiga að vera mjóir að framan, en breiðir frá Iilið séð, og það á að móta vel fyrir sinum og beinþornum fótanna. Þá eru fæturnir sagðir þurrir. Liðir fótanna eiga að vera réttir. Utskeifir hest- ar slá fótunum inn fyrir hreyfingarlínu fótarins i framgrip- inu. Þeim liættir þvi við að slá sig á leggjum innanfótar, og sagt er að þeir flétti. Ef hestur slær sig þannig, eymslast fót- urinn, og oft myndast þar beinhnútar. Með því að strjúka hendinni niður leggina innanfótar, finna menn, hvort slíkir beinhnútar hafa myndazt. Menn mega ekki blanda beinþorn- um saman við þessi meiðsli, en þornin má aðgreina með þvi, að athuga báða fætur, þyí að þau eru eins á báðum fótum. „Vota fælur“ (sinaskeiðabólgur) eða aðra vökvasöfnun í sina- slíðrum finna menn með því að strjúka fingrum niður fótinn, milli sinar og leggs. Þá finna menn, hvort vökvi safnast fyrir. Þurrabólgan þekkist auðveldlega með viðkbmu. Hana fá hest-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.