Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 40

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 40
88 SKINFAXI 2. Breidd lendar og bóga miðast við breidd um mjaðmarhorn, þannig, að breidd milli lærleggstoppa sé um 5 cm minni en breidd um mjaðmarhorn; en breidd milli bóghnúta sé 8 cm minni en mjaðmarbreiddin. 3. Bóglendin mælist frá bóglinútu á lierðatopp. Jöfn lienni skal vera lengd lendarinnar, en hálslengdin, baklengdin og höfuðlengdin skulu vera svipaðar, um 90% af lengd bógsins. 4. Lengd langleggsins skal miðast við það, að er hesturinn stendur jafnt í báða afturfætur, þá myndi afturfótur og setbeinshnúi lóðlínu. Atriðin undir 3. og 4. lið eru venjulega áætluð, en ekki mæld með máli. Þegar hestur er mældur samkv. dómspjaldinu, er aðeins notað bandmál. Taka málanna er vandalaus, en þarf þó dá- litla æfingu, til þess að samræmi verði milli mála, sem tekin eru af fleiri mönnum. 6. Hreyfingar. Hreyfingar hestsins eru athugaðar þannig: 1. Hesturinn er teymdur á liægagangi. Þá á hann að vera svo vel taminn, að liann gangi hiklaust við lilið mannsins og fylgi hreyfingum hans, svo að elcki myndist átök milli þeirra. Ósamræmi milli manns og hests í slikri teymslu bendir ann- að hvort til mjög slæmrar tamningar eða geðstirfni hjá hest- inum. Þá athugist, að sporin séu regluleg og hæfilega löng. Hest- urinn á að lyfta fótunum vel, taka framfætur sérstaklega vel fram, og afturfótur á að stíga sem næst í framfótarsporið. 2. Brokkið á að vera hátt og svifmikið, og hesturinn á að leggja sig í það með dugnaði og vilja. Stutt og ,„pikkandi“ brokk dæmist nokkuð hart, og einnig ef hesturinn sýnir leti, slappleika og mótþróa. Sá, sem sýnir hrossið, hleypur með því á brokkinu. 3. Töltið er sýnt í reið. Það á að vera létt og hreint með góðri fótlyftingu. 4. Skeiðið er einnig sýnt í reið. Hesturinn þarf að skeiða hátt, lielst reistur og hafa góða fótlyftingu, og hann þarf að geta skeiðað 100—150 m án mislaka. Um að dæma gangtegundir vísast að öðru leyti i bókina „Á fáki“, sem L. H. hefur gefið út.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.