Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 1
Skinfaxi I. 1955. Þáttur Vestfirðinga Fyrir nokkru sneri ritstjóri Skinfaxa sér til stjórnar Ungmennasambands Vestfjarða og bað hana að senda ritinn efni lil birtingar. Vestfirðingar tóku þessari málaleitnn vel, og fylgir þáttur þeirra hér á eftir. Verður ekki annað sagt en skerfur þeirra Vestfirð- inga sé mikill og góður. Formaður Vestfjarðasam- handsins er Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli. Ungmennasamhand Vestfjarða er þriðja héraðs- sambandið, sem leggur til heilan þátt í Skinfaxa. Snæ- fellingar riðu á vaðið, en síðan komu Suður-Þingey- ingar með tvær langar greinar. Vafalaust eiga þeir þó meira i fórum sínum. Eins og oft liefur verið fram tekið í Skinfaxa, er hann fyrst og fremst félagsrit ungmennafélaga, tengi- liður milli héraðssambandanna og einstakra félaga. Alll efni frá ungmennafélögum sjálfum er ritinu því mjög kærkomið. Ætli það að vera góð trygging fyrir heppilegu og vel þegnu efni, að hin ýmsu héraðssam- bönd tækju saman þætti til birtingar í ritinu. Um Ieið og Skinfaxi þakkar forráðamönnum þeirra héraðssambanda, sem þegar hafa undirbúið og sent þætti lil birlingar, og þá sérstaklega Vestfirðingum i þetla sinn, beini-r hann þeim tilmælum lil stjórna annarra tiéraðssambanda, að þær hregði nú skjótt Við og láti skrásetja frásagnir af félagsstörfum og ferðalögum og þætti um mannvirki, áform og nýjar hugmyndir og sendi efnið síðan sem fyrst til birt- ingar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.