Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI Guðm. Irn/i Kristjánsson: TVÖ KVÆÐI ÚR SAMTÍÐ OG SÖGU Gengið í Skrúð, f/arð séra Sigtryggs á Núpi og Hjaltlínn, konu hans. Sem hoðinn til fagnaðar var ég á vesturleið og veik mér í Skrúð, meðan kvöldsins og fólksins ég beið. Ég gekk þar um stund eins og gestur, sem finnur sinn vin, er gullrauðan blæ fengu laufin við kvöldsólarskin. Ég leit upp í gegnum laufið á reynitrjám með lotningarsvip undir himninum fagurblám. Ég sá, hvernig raðirnar buðu blómunum hlé. Það blikuðu rauðir könglar á lævirkjatré. Og konan, sem gekk þar um garðinn á ræktunarsköm, glitrautt og sólfagurt rétti mér eilífðarblóm. Og meðan við saman gengum í garðinum þar, hún gaf mér af lifandi fræjum, sem hlgnurinn bar. Ég sá, hvernig iímanna Ijósabarri var lyft, sem lærisveinn stóð ég við garðsins heilögu skrift.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.