Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Síða 5

Skinfaxi - 01.04.1955, Síða 5
SKINFAXI 5 JLftU, ~J\riítjáníion, ^JJirhjubófi: LITAZT UM Það mun í'ara svo í þetta sinn, að ég horfi fremur um öxl en fram á leið í þvi, sem verður skrifað. Satt að segja þykir mér vel fara á ])ví. Sá, sem hefur verið ungmennafélagi í .‘50 ár, hefur margs að minnast. Hann getur verið heimildarmaður um það, hvernig kynslóð lians lmgsaði og liorfði við lífinu. En hann má ekki ætla sér of mikinn hlut i fyrirmælum um stefnu í félagsskap ungra manna á líðandi stundu. En að sjálfsögðu hafa félagsstörf liðinna áratuga veitt honum reynslu, sem ef til vill mætti eitthvað iæra af. Þrettán ára gamall krakki gengur ekki i félag til |>ess að knýja þar fram nein sérstök málefni. Iiann vill vera með i félagslífi unga fólksins. Að sjálfsögðu hefur liann sínar skoðanir um það, hvað sé góður fé- lagsskapur. Og vitanlega gengur liann fagnandi í þann félagsskap, sem liann trúir að sé hæði góður og skemmtilegur. En þó er það ef til vill mest um vert að mega vera með. Sennilega kannast allir, sem af lieilum liuga hafa gengið félagi sínu á liönd á ungum aldri, við það, hví- lík lífsfylling þeim hefur orðið að félagslífinu. Sú rejmsla er óháð því hvað félagsskapurinn er kallað- ur. Samfylgd unga fólksins er jafnan glaðvær, en minningaauður Iiennar margfaldast al' verkefnunum. Margar ljúfar æskuminningar eru því bundnar við ungmennafélagið, störf þess og skemmtanir. Og seint verður það ofmetið, sem veitir ungu fólki tækifæri til að fullnægja gleðiþrá sinni og félagsþrá, svo að vel fari.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.