Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1955, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.04.1955, Qupperneq 6
6 SKINFAXI Því fleiri ljúfar minningar sem menn eiga frá æskuárum og félagslífi þeirra, því tengdari verða þeir átthögum sínum og félögum. Sá félagsskapur, sem að slíku stuðlar, vinnur því merkilegt starf gegn rót- leysi og upplausn. Ég minnist málfundanna frá fyrri árum mínuin í ungmennafélaginu. Þá var stundum lögð mikil vinna í undirlmning einnar framsögu. Stundum var þá líka lengi verið að koma saman einni fundargerð. Mér er minnisstæð afmælissamkoma félagsins, þegar ég var 16 ára. Ég hafði þá tekið saman stutta hugvekju um gildi félagslífs og samtaka með söguna um Velvak- anda og bræður lians að uppistöðu. Þennan fyrirlest- ur hafði ég í vasanum, en brast áræði til að ílytja í hófinu. En með langri þjálfun má herða deigan hug. Smám saman venjast menn á að flytja mál sitt frannni fyrir öðrum án þess að tapa sér til muna og gleyma því, sem þeir vildu sagt hafa. Fundamennskan varðar daglegt líf almennings nú á tímum. Flestum málum er ráðið til lykta á ein- hvers konar fundum. Það er því tilfinnanleg vöntun í menntun þess manns, sem skortir félagslega þjálfun í fundamennsku. Danskir áhrifamenn, sem unna sveitamenningu í landi sínu, tala nú um það, að félög ungs fólks í sveitum Danmerkur byggi starf sitt og fundalíf viða of mikið á aðfengnu efni. Þau variræki félagslega þjálfun og lierzlu sinna eigin manna. Þeir verði að visu góðir heyrendur orðsins, en það sé eklci nóg. Mörgu greindu fólki úr þessum félögum fari síð- an svo, að það þegi, þegar ]iað kemur á fundi i sam- vinnufélagi sínu, — mjólkurbúsfund, sláturfélagsfund, og svo framvegis. Oft sé skaði að þögn þess, en hvað skal sá gera, sem finnur að ræðumennska sin muni bregðast augliti til auglitis við 50 manns. Danir segja, að æskufólk þorpanna liafi meir vanizt málfundum, og sé félagsdjarfara.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.