Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1955, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.04.1955, Qupperneq 10
10 SKINFAXI bent á Frakkland seni einhverja paradís frjálsrar á- fengisneyzlu. I>að, sem gerzt hefur síðustu árin, bendir ótvírætt til þess, að í öllum löndum sé áfengisneyzlan vand- ræðamál og kemur það því betur i ljós sem málin eru ýtarlegar könnuð. Áfengisbölið er því ekki sérstak- lega íslenzkt fyrirbæri. Það er mannlegt fyrirbæri, sem hvarvetna fer í kjölfar áfengisneyzlu. Þannig virðist mér að vaxandi þekking á málunum stuðli mjög að þvi að styrkja rök bindindismanna gegn áfengisnautn og tóbaksnautn. En bindindismál- in eru nánast einu málin, sem ungmennafélög hafa liaft með að gera og mæta virkri mótspyrnu. Önnur góð mál stranda einkum á tómlæti og áhugaleysL án þess að beinlínis sé brugðið fæti fyrir þau. Það var ekki ætlun mín að tala hér um ákveðin störf ungmennafélaga. Ef til vill mætti eitthvað tína til, sem sæmilega liti út, „að tiltölu við fólksfjölda.“ Það þættu máske fréttir til næsta hæjar, ef reykvískt æskulýðsfélag gróðursetti á einum degi 120 þúsund trjáplöntur svo að eitllivað sé nefnt. En sleppum því. Danskur prestur lagði út af því í jólahugleiðingu, að verzlun nokkur, sem margt liafði á hoðstólum i sýnisgluggum sínum, hefði auglýst stóru letri í jóla- kauplíðinni: Spyrjið um það, sem ekki sést. Þetta getur raunar verið texti alls staðar þar sem talað er um andleg mál: Spyrjið um það, sem ekki sést. Bak við gleðimót og félagsbundið starf við hugðar- málin rís það, sem mest er um vert í félagsmálunum. Það er sjálf tamning félagsandans, ofar allri funda- mennsku og kunnáttu og íþrótt við félagsmál. Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóð- anna hefur útibú i Hjamborg í Þýzkalandi. Þar er safnað saman gögnum og fræðslu um skólamál og

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.