Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 11

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 11
SKINFAXI 11 uppeldi víöa um heim. Sérstök atliygli er þar veitt öllu því, sem gert er fyrir uppeldi fóllts, sem komið er undir tvítugl. Þannig voru nokkrir lýðskólamenn frá Danmörku, Svíjijóð og Noregi kvaddir lil Hamborgar til viðtals við þýzka kennara í fyrrasumar. Þar var fjallað um skólastörf, sem á að húa menn undir lífið sjálft, en ekki próf eða rétlindi í neinum sérstökum greinum. , Margir áhrifamenn í Þýzkalandi líta nú þannig á, að ógæfa Þjóðverja á liðnum tímum hafi löngum ver- ið sú lielzt, að þeir vöndust á að taka við öllu ofan frá. Kirkja og ríki, keisari og her foringinn -— hafði óskorað vald yfir lýðnum. Ilins vegar hvggist allt lýðræði á því, að alþýðumenn geti ályktað sjálfir og séð sjálfir ráð fyrir sér. Að öðrum kosti verða þau réttindi, sem lýðræðið á að veita mönnum, naum- ast annað en nafnið tómt. Því vilja þeir nú snúa upp- eldi þýzkra æskumanna á þá braut, að þeir kunni sjálfir að álykta og taka á sig áhyrgð gagnvart sam- tíð sinni og þjóðfélagi. Þetta er ekkert einsdæmi. I Ameríku er nú mikil áherzla lögð á margskonar félagsstarf, sem miðar að því að glæða þegnlegar dyggðir, dómgreind og ábyrgð- artilfinningu. Vandamálin eru samkynja um allan heim. Þess vegna gefur Menningar- og fræðslustofnun Samein- uðu þjóðanna einmitt jiessu svo mikinn gaum. Mesta hælta lýðræðisins er sú, sem kemur innan frá, ef mennirnir bila. Áhyrgðarlausir einstaklingar, sem ef til vill snúa sér að niðurrifi heint eða óheint, eru ])lága í hverju landi, og því fremur, sem frelsið er meira Sá, sem ekki hefur dómgreind sina vakandi, verður hæglega leiksoppur og ginningarfífl óhlutvandra. Víða í skólum er kvartað um skemmdarverk vesalinga af því tagi. Stórar þjóðir hafa séð slíkan lýð ánetjast

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.