Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 24

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 24
24 SKINFAXI þar eru þá líka skýrustu og sterkustu rökin fyrir þvi, hver nauðsyn það er, að við stöndum vel á verði. Það reynir meira á trúmennsku þess, sem vakir yfir sam- eiginlegum verðmætum í óþökk heimskra og skamm- sýnna nágranna, vegna þess að hann nýtur ekki sam- úðar og stuðnings þeirra, sem hann er þó að vinna fyrir um leið og hann vinnur fyrir sjálfan sig. En trú- mennska og framsýni íslendinga í þessum málum sýnir injög verðleika þeirra til að varðveita auðæfi, sem mannkynið í heild á að njóta um aldir fram. Barátta okkar í fiskveiðamálunum er eilt af því, sem kröftuglega styður það, að við séum sjálfstæð þjóð. Það er leitt að hugsa sér sjálfstæðisbaráttuna sem stríð einhvers konar við eitnlivern, sem vill hrennna sjálfstæðið frá okkur. Það væri nokkuð liægur vandi að sameina menn um að segja nei við ákveðnum málaleitunum og ákveðna aðila ef allt væri fengið með því. En það er erfiðara að vera sjálfstæðislietja á þann hátt, að gera kröfur til sjálfs sín, leggja grund- völl að efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar og skapa fagra þjóðmenningu, sem vera megi öllum lieimi. fyrirmynd. En það eru fyrst og fremst slíkir sjálf- stæðismenn, sem við þurfum. Mannfélagsskipanin öll, lög og reglur, skipta hér miklu málk Ekkert þjóðfélag kemst í fremstu röð menningarrikja án þess að liafa golt skipulag á inál- um sínum. En annað er meira en skipulagið. Það ríður alltaf og alls staðar mest á því, að eiga nóg af góðu fólki, sem kemur vel fram, Iivort sem lagaákvæði og lögreglueftirlit nær til eða ekki. Þessu má eng- inn gleyma. Sizl af öllu má uppeldislegur félagsskap- ur unga fólksins og leiðtogar hans gleyma þessu. Eg nefni dæmi: Það er golt að eiga menn, sem berjast fyrir rétt-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.