Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 26

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 26
26 SKINFAXI hans til æsinga, sem vekja liatur og heiftarhug og aðrar þær kenndir, sem friðnum eru iiættulegastar alla daga. Sá friiðaráróður, sem okkur vantar nú mest, verður að miða að því að glæða tilfinninguna fyrir ])ví, að pólitískir andstæðingar eru líka menn. Yið lifum á hættulegum og viðsjárverðum tímum. Mörg dag- l)löðin flytja erlendar fréttir í áróðursskyni. Þau velja fréttir og segja fréttiir til að æsa en ekki fræða. Þetta stendur í beinum tengslum við stjórnmálabar- áttuna innanlands. Við vitum báðir um góða menn, sem hafa snúið balri við ungmennafélögunum með fyrirliitninugu af ])ví þeir fengu ekki samþykktar ályktanir, sem þeim voru að skapi í utanríkismálum. í hita l)ardagans vill það stundum gleymast að fleira sameinar okkur en sundrar. Ef til vill er rétt að miinn- asl þess, að á morgui þessarar aldar voru menn eins og fyrstu íslenzku ráðherrarnir, Hannes Hafstein og Björn Jónsson, kallaðir landráðamenn og föðurlands- svikarar. Ég vil ekki gera lítið úr því, sem skiptir okkur í flokka. Þú veizt vel að ég hef stundum þótt liðtækur til baráttu, þegar á hefur legið á því sviði. Svo vænti ég að þyki enn, bæði meðal samherja mimna og and- stæðinga. En við höfum önnur félög og önnur sam- tök til að vinna að þeim málum. Ilitt vil ég minna þig á, að ég hef átt að félögum í samslarfii um ýmis menningarmál fólk úr öllum stjórnmálal'lokkum. Og enginn skyldi halda, að hann gæti dæmt um það hve góður íslcndingur einhver er, þó vitað sé um stjórn- málaafstöðu hans. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því eða gera það að neinu feiimnismáli, að sumir félagar okk- ar telja það mestu skipta fyrir velferð og sóma þjóð- arinnar á komandi tímum, að áhrif Rússa verði sem

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.