Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 27

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 27
SKINFAXI 27 mest í heiminum. Aðrir telja það að sama skapii mik- ilsvert fyrir frelsi, mannréttindi og hamingju þjóð- anna, að áhrifa Rússa gætii sem minnst. Eðlilega vilja þessir menn vera trúir sannfæringu sinni eins og aðrir. En hvað sem því líður eru fjölmörg þjóðleg og mannleg verðmæti, sem þeim eru sameiginleg. Og ég veit ekki hvort okkur er meiri þörf á nokkru í dag en einmitt því, sem leiðir menn með andstæðar stjórnmálaskoðanh' saman til þjónustu við það. sem þeim er báðum kært. Ég lield, að slíkt samstarf glæði þá tilfinningu, sem öldur klíkuskapar, æsinga og mannhaturs geta ekki bugað. Þess vegna er það bezta vörnin gegn striðsæsingum hvers konar. Það gerir menn víðsýna, hófsama og umburðarlynda um leið og það glæðir þegnskap þeirra. Ef til vill þykir þér þetta bréf orðið nógu langt. Ég vona að ungmennafélögin haldi áfram að glæða sjálfstæða dómgreind ungu kynslóðarinnar og rækta þegnskap hennar, svo að hún bregði fljótt og vel við til félagslegra átaka þegar samfélagið þarf. Og ég vona, að þau haldi áfram að glæða ræktarsemi við islenzka tungu, íslenzkar bókmenntir og íslenzka sögu jafnframt því, sem þau vekja virðingu fyrir daglegum þjóðþrifastörfum á landi og sjó. Ég vona, að þau eigi góðan lilut að því að gera þjóðina framsýna og fyrirhyggjusama og gefi fólki sínu löngun til að bæta fyrir erfðasyndir rányrkjunnar. Á þann hátt geta þau orðið að styrkri. stoð fyrir sjálfstæði og menningu þjóðarinnar. Þá mun það spretta af starfsemi þeirra, sem skapar íslenzku þjóðinni virðingu og sæmd með- al góðra manna um heim allan og gerir hana fyrir- myndarþjóð. Slík |)j ()ð á léttara með að vernda sjálf- stæði sitt en eyðslusöm þjóð og illa verki farin, sem auk þess metur lítils fornar menningarerfðir.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.