Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1955, Side 29

Skinfaxi - 01.04.1955, Side 29
SIÍINFAXI 29 9. landsmót U.M.F.I. Það er alltaf nierkur þáttur í starfi ungmennafélag- anna, þegar landsmót er haldið. Þessi mót hafa farið fram með miklum glæsibrag og sivaxandi þátttöku og ætíð vakið lirifningu landsmanna fyrir það, hve djarfmannlega æska Islands hefur gengið til leiks og fyrir það, hve tíguleg framkoma hennar hefur þar verið í alla staði. Eins og áður hefur verið auglýst fer 9. landsmót U.M.F.I. fram á Akureyri 2. og 3. júlí n.k. Ungmenna- samband Eyjafjarðar annast undirbúning mótsins, og er þegar farið að ganga frá helztu atriðum undir- búningsins. Spáir það góðu um mótið, auk þess, sem aðstaða til mótshalds á Akureyri er mjög ákjósan- leg. Þess má því vænta, að þetta mót verði enn þá myndarlegra en fyrri landsmót, eins og alltaf hefur verið hingað til, því að stöðugur stígandi hefur verið i glæsileik mótanna. En til þess að svo verði þurfa umf. um alll land að vanda sem mest undirbúning þátttöku sinnar i mótinu. D a g s k r á m ó t s i n s : Lokið er við að gera drög að dagskrá mótsins, sem mótsstjórn þó áskilur sér rélt til að breyta, ef þörf krefur. Er dagskráin á þessa leið: Föstudagur 1. júlí. Kl. 20,00 Starfsíþróttir slúlkna. 1. Lagt á borð. Verkefni: Kvöldboð. Stúlk- urnar eiga að leggja á kaffiborð fyrir 4 og skreyta borðið. Leggja sjálfar til borðdúka og borðskraut.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.