Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Síða 39

Skinfaxi - 01.04.1955, Síða 39
SKINFAXI 39 félögunum Borg í Borgarhreppi og Birni Hítdælakappa i Hraunhreppi á samkomu, þar sem meðal skemmtiatriða var leiksýning: Tvær tengdamæður og einn tengdasonur. Umf. Björn Hítdælakappi, Hraunhreppi, bauð tveimur ná- grannafélögum til skemmtunar að Arnarstapa 27. des. Var margt til skemmtunar, bæði fyrir börn og fullorðna,. s. s. jóla- tré, söngur, upplestur, ræður, leiksýning og dans, og voru gestir um 200. ÍJmf. Eldborg, Kolbeinsstaðahreppi, gróðursetti 1200 trjá- plöntur í skógræktargirðingu Skógræktar ríkisins. llndirbúin bygging félagsheimilis. í bókasafni félagsins eru 432 bindi. íþróttafélag Miklaholtshrepps efndi til skemmtiferðar að Þingvöllum og austur um Árnessýslu, þátttakendur um 40. Á- líka margir þágu heimboð Umf. Staðarsveitar að Hofgörðum, og seinna bauð í. M. Umf. Staðarsveitar heim að Breiðabliki, og komu þar saman 50—00 manns frá hvoru félagi. Byrjað var á nýjmn iþróttavelli við félagsheimilið að Breiðabliki, var unnið þar með jarðýtu G4 klst. Félagið lagði á árinu þriðj- ung tekna sinna til félagsheimilisins. Bókasafn félagsins tel- ur 330 bindi. Umf. Mýrahrepps, V.-ís., efndi til fjölmennrar ferðar í Geir- þjófsfjörð. Félagið á trjáreit á Garðsleiti og ræktar kartöflur á Höfðaodda á 200 m- reit. Umf. Vorblóm Mýrahreppi, hélt iþróttanámskeið i hálfan mánuð, kennari var Karl Haraldsson, ísafirði, þátttakendur tíu. Félagið gefur út skrifað blað, Ingjald. Bókasafn telur 490 bindi. íþróttafél. Höfrungur, Þingeyrarhreppi, hafði námskeið í fim- leikum og svifbolta, kennari Höskuldur Steinsson, Þingeyri, þátttakendur 24. íþróttafél. Grettir, Flateyri, minntist 20 ára afmælis með samsæti í marz. Starfrækti sundlaug og lagði fram kr. 3452.60 til viðhalds. Hélt fimleikanámskeið, þátttakendur 25, og sund- námskeið, þátttakendur um G0. Umf. Leifur heppni, Árneshreppi, stóð fyrir byggingu sund- laugar, lagði til hennar á árinu kr. 20074.00, auk gjafavinnu. Umf. Geislinn, Hólmavík, æfði sjónleikinn Frænku Charleys og sýndi hann fjórum sinnum. Sjálfboðaliðar unnu 185 st. við iþróttavöll félagsins. Gufubaðstofa félagsins var endurbætt og starfrækt af sjálfboðaliðum. Félagið á skógræktargirðingu, 1 ha. að stærð. Umf. Hviit, Kirkjubólshreppi, Strand., llóf byggingu félags- heimilis í samvinnu við önnur félög.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.