Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1955, Side 40

Skinfaxi - 01.04.1955, Side 40
40 SKINFAXI Sundfél. Grettir, Bjarnarfirði, nndibjó þurrkun lands fyrir íþróttavöll, hóf undirbúning að örnefnasöfnun á félagssvæðinu. Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps lagði fram nokkra vinnu við bygg- ingu félagsheimilis og til skógræktar. Umf. Vorboðinn, Engihlíðarhreppi, gróðursetti um 1000 trjá- plöntur í skógræktargirðingu hreppsins hjá Holtastöðum í fé- lagi við nokkra aðra hreppsbúa. Félagið gefur út skrifað blað, sem lesið er upp á félagsfundum. Umf- Hvöt, Blönduósi, bauð heim U.M.F. Vatnsdælingi, og efnt var til skemmtiferðar til Dalasýslu. Málfundafélag Nesjamana, Skagahreppi, lagði fram 202 vinnu- stundir við byggingu félagsheimilis. Umf. Tindastóll, Sauðárkróki, á gróðrarstöð, þar sem ræktuð eru tré og blóm. — Kristján Jóhannsson, Axel Andrésson og Guðjón Ingimundarson kenndu frjálsar íþróttir, knattspyrnu, handknattleik og körfubolta á vegum félagsins. Umf. Æskan, Staðarhreppi, vann í gróðurreit félagsins; bauð lieim U.M.F. Frarn í Seiluhreppi. Umf. Hegri, Rípurhreppi, hefur girt 4 ha land, þar sem fé- lagsmenn vinna að heyöflun og skógrækt. Umf. Hjalti, Hólahreppi, gaf út skrifað blað; fór skemintiferð um vesturhluta sýslunnar. Gróðursettar voru trjáplöntui i reit félagsins og tún leigt til slægna. Kristján Jóhannsson kenndi frjálsar iþróttir og knattspyrnu á námskeiði, þátttakendur 24. Umf. Glóðafeykir, Akrahreppi, fór skemmtiferð til Siglu- fjarðar. Gróðursettar voru trjáplöntur á tveim heimilum í lireppnum. Umf. Æskan, Svalbarðsstrandarhreppi, endurbætti girðingu um trjáreit félagsins og gróðursetti 200 plöntur. Unnið var að byggingu íþróttavallar og endurbótum á sundlaug. Hermann Sigtryggsson kenndi þjóðdansa, fimleika og knattspyrnu á nám- skeiði, voru þátttakendur 30 fullorðnir og 20 börn. Eftir nám- skeiðið höfðu nemendur sýningu og fóru síðan í heimsókn til U.M.F. Framtíðarinnar, Hrafnagilshreppi. Umf. Ársól, Öngulstaðahreppi, vann að gerð íþróttavallar á Syðra-Laugalandi og gerðist aðili að byggingu félagsheimilis. Bindindisfélagið Dalbúinn, Saurbæjarhreppi, lagði fram 20 dagsverk og kr. 10550.00 til byggingar félagsheimilis, vann cnn fremur að trjáplöntun og endurbótum á skógargirðingu í Leyni- ingshólum. Lokið er skráningu örnefna á félagssvæðinu. Umf. Framtíð, Hrafnagilshrcppi, hafði þriggja vikna nám- skeið í vikivökum, frjálsum íþróttum, leikfimi, knattspyrnu og

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.