Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1955, Side 43

Skinfaxi - 01.04.1955, Side 43
SKINFAXI 43 frjálsar íþróttir. Trjáplöntur voru gróðursettar í samvinnu við skógræktarfélag hreppsins kringum samkomuhúsið, og íþróttasvæði var lagfært. Umf. Öræfa gróðursetti nær 400 trjáplöntur í minningarreit félagsins aS Svínafelli og við samkomuhúsið aS Hofi. Gefur út skrifaS blað. Umf. Óðinn, Hörgslandshreppi, á skógræktarreit og gróSur- setti 500 plöntur tvö síðastliSih ár. f bókasafni félagsins eru 105 bindi. Umf. Ármann, Kirkjubæjarhreppi, gróSursetti trjáplöntur í Þykkvabæ, einnig í girðingu skógræktarfélagsins í Holtsdal. 10 félagar æfðu glimu undir leiðsögn Vilhjálms Valdimars- sonar. Umf. Meðallendinga vann að byggingu félagsheimilis. Bóka- safn þess telur 445 bindi. Umf. Kjartan Ólafsson, Hvammshreppi, efndi til berjaferS- ar að Hvolsvelli, var einnig komið að Múlakoti. Þátttakendur voru um 30. Nokkur dagsverk voru unnin i gróðrarstöð félags- ins, og sáð var gulrófum í 1000 m-. Spruttu þær allvel. Kjart- an Jóhannsson kenndi söng á tvcim námskeiðum, 12 og 8 daga, og Björn Daníelsson kcnndi leikfimi (8 daga), Umf. Kári Sölmundarson, Dyrhólahreppi, gróðursetti um 300 trjáplöntur í reit sinn, undirbjó starfrækslu bókasafns, og liélt tvö námskeið. Kjartan Jóhannesson kenndi söng og Björn Danielsson kenndi leikfimi og blak. Umf. Eyfellingur, A.-Eyjafjallahreppi, æfði frjálsar íþróttir sund og glímu, kennari Snorri Jónsson. Félagið á skógarlund við Skarðshlíð. Unnið var að endurbótum á samkomuhúsi og sundlaug. Bókasafn telur 457 bindi. Umf. Trausti, V.-Eyjafjallahreppi, fór í skemmtiferð til Þórs- merkur 2.—3. ágúst, voru þátttakendur 40. Heimsótti U.M.F. Ásahrepps 28. nóv. Æfður var leikþátturinn Bilaðir bekkir og sýndur að Heimalandi. Umf, IJagsbrún, Austur-Landeyjum, hóf byggingu félags- Iieimilis, vann hver félagi 0 dagsverk. FariS var i útreið til Þórsmerkur (17 manns). 13 félagar æfðu frjálsar iþróttir und- ir leiðsögn Jóns Guðmundssonar. Umf. Njáll, V.-Landeyjum, lagði fram fé og vinnu til félags- heimilis i hreppnum. Farið var i tveggja daga skemmtiferS um Vestur-Skaftafellssýslu, þátttakendur 32. Umf. Þórsmörk, Fljótshlið, l'ór skemmtiferð 4.—5. júli, m. a. um Landmannalaugar; þvi miSur var veður mjög óhagstætt.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.