Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1958, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.04.1958, Qupperneq 17
SKINFAXI 49 Nýlega er lokið einvigi um heimsmeistaratit- ilinn í skák milli Rússanna Mikaels Botvinniks og Vassilis Smyslovs. Slík einvígi eru jafnan meðal merkustu skákviðburða eins og við er að búast og fylgzt með þeim af milljónum manna um allan heim. Keppt er um þennan titil reglu- lega þriðja hvert ár, og er áskorandinn valinn í hvert sinn með sérstöku skákmótakerfi, sem alþjóðaskáksambandið hefur búið út og sér um. Auk þessara reglulegu einvígja á heimsmeist- ari, sem tapar titli sínum á þennan hátt, rétt á tilraun til að endurheimta liann í öðru einvígi eftir eitt ár. Þetta einvígi, sem fór fram í ár, er af siðari tegundinni. Smyslov vann heimsmeist- aratitilinn úr höndum Botvinniks fyrir rúmi ári, eftir að Botvinnik hafði baldið honum óslitið síðan 1948. Botvinnik neytti siðan réttar sins til annars einvígis og lauk þvi með sigri lians. Hlaut Eftir Guömund Pálmason hann 12% vinning gegn 10%. Alls áttu þeir að tefla 24 skákir, en Botvinnik hafði þegar unn- ið einvígið eftir 23 skákir og sú 24. var því ekki tefld. Einvígi sem þetta er mikil þrekraun, og velt- ur mikið á góðum undirbúningi, bæði skák- fræðilegum og líkamlegum. Margir höfðu spáð Smyslov sigri á þeim grundvelli, að livað skák- styrkleika snerti væri ekki ýkja mikill mun- ur á þeim, en hins vegar væri Smyslov tíu árum hug, félagsanda og dugnað að feta í fót- spor Ungmennafélags Hrunamanna? Skinfaxi kemur út fjórum sinnum á ári. Árgangurinn kostar tuttugu krónur. Munið að greiða ritið skilvíslega og send- ið því greinar og fréttir af félagsfundum, samkomum og mótum. yngri og mundi þvi hafa meira úthald, er á ein- vígið liði. Botvinnik er nú 47 ára, en Smyslov varð 38 ára, meðan á einvíginu stóð. Hvað sem um þetta má segja, sýnir gangur einvigisins, að Botvinnik hefur undirbúið sig betur skákfræði- lega en Smyslov. Strax í fyrstu skákum einvig- isins kom hann andstæðingi sinum á óvart með því að beita Caro-Kann vörn gegn kóngspeði (1 e2—e4, c7—c6), en henni mun hann sjaldan eða aldrei liafa beitt áður á skákmótum. Venju- lega hefur hann notað franska vörn (1. e2—c4, e7—e6) eða Sikileyjarvörn (1. e2—e4, c7—c5). Smyslov hefur vafalaust verið vel undir það bú- inn að mæta franskri vörn, en sá undirbúning- ur kom ekki að gagni i þetta sinn, þvi að Bot- vinnik beitti henni ekki í einni einustu skák einvígisins. Þegar jafnir skákmenn eigast við, getur undirbúningur af þessu tagi liaft úrslita- þýðingu, og svo fór hér. Botvinnik vann þrjár fyrstu skákirnar, þar af tvær með Caro-Kann vörninni, og hélt þeim yfirburðum nokkurn veginn einvígið á enda. Ég ætla ekki að birta hér skák úr þessu ein- vígi, heldur fara lengra aftur í tímann til ársins 1944, en þá kepptu þessar kempur báðar á meist- aramóti Sovétríkjanna og höfnuðu þar i fyrsta og öðru sæti, Botvinnik á undan. Þá tefldu þeir cft- irfarandi skák, þar sem Botvinnik beitir franskri vörn. Hvitt: V. Smyslov. Svart: M. Botvinnik. Frönsk vörn. 1. e2—e4, e7—e6, 2. d2—d4, d7—d5, 3. Rbl—c3, Bf8—b4. Þetta er uppáhaldsafbrigði Botvinniks, sem hann licfur oft notað með góðum árangri. Aðrar venjulegar leiðir hér eru 3.—Rf6, 4. Bg5, Be7, 5. e5 og 3. —dxe4, 4. Rxe4, Rd7, 5. Rf3, Rgf6. 4. e4—e5, c7—c5. Þessi leikur er sérkennandi fyrir flest af- brigði frönsku varnarinnar. Svartur sækir á drottningar megin, en hvitur kóngs megin.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.