Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1959, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.11.1959, Qupperneq 10
106 SKINFAXI var haldin, en hún var líka í Danmörku. Síðan hefur þessi æskulýðsvika verið höfð reglulega, nema stríðsárin 1939 til 1945, þó liin síðari árin aðeins annað livert ár. Þessi æskulýðsvika er fyrst og fremst kynningarmót, þar sem kynnt er land og þjóð, ákveðið mál eða e.t.v. skáld eða ann- að, sem undirhúningsnefnd dettur í hug að kynna. Aðalhvatamaður að þessari viku var danski skólamaðurinn og rithöfund- urinn Jens Marínus Jensen. Hann var, eins og kunnugt er, lengi formaður dönsku umf. Hann hefur lika verið formaður 2. deildar NSU frá upphafi þar til nú, að hann gaf ekki kost á sér lengur. Árið 1961 var ákveðið að hafa mót 4-H félaganna i Noregi og svo árið 1962 starfs- íþróttamót Norðurlanda líka í Noregi. Keppnisgreinar á þvi móti voru ekki endanlega ákveðnar, en verða að öllum líkindum þessar: 1. Plæging með dráttarvél. 2. Vélmjaltir. 3. Dráttarvélaakstur (breyttur frá þvi sem nú var á síðasta móti). 4. Gróðursetning trjáplantna. 5. Handavinna og línstrok. 6. Matargerð. 7. Blómskreyting. Af þrem siðast töldu greinunum mun ein falla niður, en ekki er ákveðið, hver greinin það verður. Iíeppt verður i tveim- ur aldursflokkum, og mega tveir fx-á liverju landi keppa í hverri grein í hvor- urn flokki. Þá var kosið í stjórn og trúnaðarstöður sambandsins. Einn fulltrúi frá liverju landi á sæti í aðalstjórn. Frá UMFl var kosinn Stefán ÓI. Jónsson, kennari. Form. NSU var endurkjörinn Svíinn Erik Jonsson, ritari sömuleiðis Sviinn Eric H. Sjödin. Form. 1. deildar var endui’kjörinn, en það er Finninn Henry Gústavsson. Form. 2. deildar i stað Jens Mai’inusar Jexxsen var valinn landi hans, S. Dessing. Fornx. 3. deildar var endurkjörinn Norð- maðurinn Arne Östei’by. Fundui’inn var i alla staði áhugavekj- andi, og ég er ekki í vafa um það, að gagnlegt er fyrir forystumenn umf. á Norðui’löndum að hittast og skeggræða félagsmálin og kynnast liverir öðrum. Stefán Ól. Jónsson. UMHYGGJA FYRIR EIGNUM NÁUNGANS. Landskunnur maður, sem er í verunni þrekvaxinn, en auk þess mjög lioldugur, þurfti að fara yfir götu og sté út af gang- stéttinni, en nam staðar, þvi að hann sá, að lítill bíll var kominn allnærri lionum. Iiugði liann, að billinn mundi lialda áfram og fai-a fram hjá honum, en allt í einu vék hann upp að gangstéttinni og hefði lent á hinum kunna manni, ef sá hinn sami hefði ekki liörfað aftur á hak upp á stéttina. Við stj’rið á bilnum sat lág- vaxin kona, frekar roskin. Maðurinn liorfði á hana ajlbrúnaþung- ur, og síðan æddi hann að bílnum, greip í hurðarliúninn og svipti upp hurðinni. Konan varð auðsjáanlega óttaslegin, enda hóf nú maðui’inn upp rödd sína og þrum- aði: „Yður er ekki sérlega annt uin eignir yðar! Hvernig haldið þér að þessi bíl- beygla yðar hefði farið, hefði hún lent á mér?“

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.