Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1965, Page 3

Skinfaxi - 01.11.1965, Page 3
LandsmóÉ IJMFI á Laugarvatni Mjer var þa<) mikil ánxgja at) sœkja landsmót Ungmennafélags íslands á Laug- arvatni í júlíbyrjun síðastliðú) sumar, og fögnuður að vera þess vottur, hvers Ung- mennafélögin eru megnug, þegar þau herða upp hugann til stórra átaka. Það ijek allt i lyndi sunnudaginn 4. júlí, þegar ég var þar viðstaddur. Veðrið var dásamlegt, náttúrufegurðin aðdáanleg, gram- ar hlíðar, blátt vatnið og víðsýnið til Heklu og austurfjalla. Laugarvatn er nú mesta skólaþorp lands- ins, og að þessu sinni gat að líta nývígðan, glœs'degan íþróttavöll, sem veitti betri skil- yrði til iþráttakeppni og hátíðahalda en áður hefur verið kostur á. Með núverandi vegakerfi og samgöngutcekjum liggur Laug- arvatn miðsveitis. I-’orseti lsiamls. hr. Ásircir Ásgeirsson, í ræðustóli á landsmótinu á Laugarvatni. Það eru tveir menn sjerstaklega kenndir við Laugarvatn, þeir Böðvar og Bjarni. Það var framsýni, sem enginn ber lengur brigð- ur á, að velja þetta fagra, skjólgóða dal- verpi, sem ber nafn með rentu, fyrir skóla- og samkomustað. Böðvar Magnússon og frú Ingunn gáfu kost á óðali sínu, og Bjarni Bjarnason, sá röski drengskaparmaður, hefir átt mestan þátt í að byggja upp staðinn á undanförnum áratugum. Það var til há- tíðabrigða að hitta þá báða fyrir á þessu fjölmenna, prúðmannlega móti. Landsmótið var svo vel sótt að ncest gengur Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Um margt minnti þetta mót mig á þá hátíð, og er þá langt til jafnað. Mann- földinn baðaði sig í sólskininu, ýmist lit- klæddur eða fáklceddur. Lögregla hafði lítið SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.