Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1965, Page 10

Skinfaxi - 01.11.1965, Page 10
í öllum greinum og mjög athyglisverður og jafngóður í mörgum greinum. Keppnin var alltaf spennancii og mjög drengileg, og mörgum íþróttaunnandanum hlýnaði um hjartarætur við að sjá hina ágætu þátttöku í öllum greinum. Á íþróttamótinu í Ileykja- vík má það til tíðinda teljast ef fleiri en 3 menn fást til þátttöku í langhlaupum, en í 5 km hlaupinu á Laugarvatni mættu all- ir skráðir þátttakendur til keppninnar, — 15 að tölu. í 1500 m hlaupinu voru 19 þátttakendur, og var í ráði að hafa undan- rásir í hlaupinu vegna fjöldans. í 100 m hlaupi voru þátttakendur 26 og þannig mætti lengi telja. Kvöldvaka A iaugardagskvöldið að loknum kvöld- verði fór fram kvöldvaka við sýningarpall- inn, og var þar mikill fjöldi áhorfenda saman lcominn til að fylgjast með dagskrár- atriðum. Nemendur íþróttakennaraskóla ís- lands höfðu fjölbreyttar fimleika- og dans- sýningar undir stjórn íþróttakennaranna Mínervu Jónsdóttur og Þóris Þorgeirssonar. Tókust þessar sýningar með ágætum, enda voru þetta vel æfðir flokkar og sýningar- atriði þeirra mjög vinsæl. Þá fór fram glímusýning Ungmennafé- lagsins Víkverja í Reykjavík undir stjórn Kjartans B. Guðjónssonar. Að lokum var kórsöngur, og kotnu fram þrír kórar. Fyrsr söng Karlakór Kjósar- sýslu undir stjórn Odds Andréssonar, síðan Stúlknakór Gagnfræðaskóla Selfoss undir stjórn Jóns I. Sigurmundssonar og loks Karlakór Selfoss undir stjórn Guðmundar Gilssonar. Var gerður góður rómur að öll- Sumar og- sól og skagfirzkar stúlk ar að leik í keppendatjaldbúðunum. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.