Skinfaxi - 01.11.1965, Qupperneq 12
Guðmundur Jónsson (HSK) sigrar í 100
m hlaupi á 11.1 sek. Lengst til vinstri
sést í Sævar Larsén (HSK).
um set fram á veginn. Úr allsleysi og á-
hrifum erlends valds til allsnægta og full-
veldis.
Enginn líður nií lengur skort — jafnvel
allsnægtirnar skapa nú vandamál og eigi
allfáum áhyggjur.
Menn segja í dag — æskan er værukær.
Ungmennafélögin eru verkefnasnauð —sá
hugsjónaeldur og fórnfýsi er einkenndi
störf þeirra í upphafi er liðinn tími.
Ég spyr, kæru áheyrendur, — þið, sem
voruð hér á leikvelli í gær og fylgduzt
með afrekum æskunnar, þið, sem sáuð
æskufólkið, íturvaxið og frjáismannlegt
fylkja liði inn á hinn nýja og glæsilega
leikvang í gærmorgun — viljið þið trúa
því að allta það starf, sem hér hefur verið
unnið og býr að baki þessu móti, beri
vott um værukærð og verkefnaleysi æsku-
fólksins, sem í dag gengur á leikvelli dag-
legs lífs? — Ég vona ekki.
Landsmótin eru fjöregg ungmennafélag-
anna.
Að þessu sinni hefur LISK tekið við
fjöregginu. Vera má, að við Skarphéðins-
fólkið höfum tekið á oss meiri vanda en
við gátum valdið. En við trúðum á fórn-
fýsi fólksins og svo er ykkar að meta, hvort
okkar ákvörun hefur verði misráðin.
Hér á Laugarvatni var fyrir aldarþriðj-
ungi lítil byggð — einn bóndabær við
brekkuna fögru, bóndinn hét Böðvar hrepp-
stjóri Magnússon, — maðurinn framsýni,
sem trúði á mátt sunnlenzkrar moldar og
sýndi það í verki með sínu lífsstarfi. Hann
treysti á manndóm og framtíð íslenzkrar
æsku og gerði óðal sitt að æskulýðsmið-
stöð og menntasetri — liann hefur hitt á
óskastund, er hann tók sína ákvörðun.
Lítið yfir I.augarvatn í dag — 5 skólar
skipa veglegan sess hér á þessu mennta-
setri — og framtíðin blasir hér við með
stórum fyrirheitum og framtíðarverkefnum.
Kæru liúsráðendur og heimamenn á
Laugarvatni!
Ég flyt ykkur innilegar þakkir, að þið
trúðuð okkur fyrir ykkar stað og ykkar
framtíðarmannvirkjum á þessu móti.
Ef til vill hafði þið gert ykkur ljóst, að
ykkar framtíð er okkar framtíð.
Ég minist orða vinar míns Bjarna Bjarna-
12
SKINFAXI