Skinfaxi - 01.11.1965, Side 22
Eiríkur J. Eiríksson, form. UMFÍ:
Setnmgarávarp Landsmótsins
Heiðruðu mótsgestir.
Landsmót á vegum U.M.F.Í voru háð
árin 1909, 1911 og 1914.
Svo var til ætlazt, að landsmót færi fram
á Akureyri á 30 ára afmæli samtakanna.
Af því varð þó ekki, og tók Sigurður
Greipsson í Haukadal málið í sínar hendur
í samráði við UMFÍ, og var 4. landsmótið
háð í Haukadal sumarið 1940.
Geisaði þá heimsstyrjöldin síðari og þótti
mikið í ráðizt, að efna til slíkrar samkomu
fyrir allt landið.
Allt fór þó vel og var með landsmóti
þesu fáni dreginn að hún, sem ekki hefur
verið felldur síðan og mun bera hvað hæst
í dag hér og á morgun.
Segja má, að ung kynslóð íslands liafi
nú, þar sem mót þessi eru, verið í leiðangri
eða víkingaferð um aldarfjórðungs skeið.
Herir, er leggja undir sig land og berjast
til yfirráða, velja sér staði, að slá upp her-
búðum.
Slíkar herstöðvar hefur æskulýður innan
U.M.F.Í. átt sér síðasta aldarfjórðung: í
Haukadal — á Hvanneyri — að Laugum
— í Hveragerði — á Eiðum — á Akureyri
— á Þingvöllum — að Laugum aftur —
og nú á Laugarvatni.
Ekki hefur félagsskapur okkar slegið upp
herbúðum landsmótanna af skyndingu.
Miklu er fórnað. Líkja má félagsskap okkar
við ræktunarmann, er hefur gróðursett og
kemur svo síðar og nýtur forsælu og skjóls
undir tré sínu og nýtur ávaxta þess.
Þannig nýtur íslenzk ungmennafélags-
hreyfing og verka brautryðjenda sinna, er
alhliða íþrótta-, starfs- og almennt mann-
fagnaðarmót hefst hér í dag.
Héraðsskólinn — og íþróttakennaraskól-
inn eiga hér einkum hlut að. Hinn fyrri
mjög til orðinn fyrir forystu Jónasar Jóns-
sonar fyrrum ráðh. og síðan lengst undir
stjórn heiðursgests þessa móts, Bjarna
Bjarnasonar skólastj. Hinn síðari til orðinn
fyrir tilstilli Björns Jakobssonar og nú und-
ir ágætri stjórn Árna Guðmundssonar skóla-
stjóra.
Böðvar bóndi Magnússon hér á Laugar-
vatni stóðu upp af jörð sinni fyrir menn-
ingar héraðs sakir.
Fyrir 727 árum var ort:
„Saman dragast sveitir
svellr órói, —"
Nú hafa skipað sér sveitir á velli hér
albúnar til átaka eins og fyrir helguviku
vorið 1238, sunnar lítið eitt þá.
Foringi Sunnlendinga var þá með svik-
um tekinn til fanga og látinn heita utanför
og undirgefni.
Varð hann aldrei samur maður eftir, og
21. ágúst þetta sama sumar varð Orlygs-
staðabardagi og mörg ótíðindi unz yfir lauk
og allir íslendingar voru sviknir og teknir
til fanga.
„Kemur vél fyrir vél."
Laugarvatnsför ungmenna íslands í dag
22
SKINFAXI