Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1965, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.11.1965, Qupperneq 23
skal bæta fyrir Apavatnsför giftusnauðrar aldar. Leggjumst á eitt, íslands unglinga- fjöld, þessara sumardaga að hefja hálfrar aldar gamlan fána okkar hátt að hún í manndómlegri keppni, margþættum sýning- um, og með framkomu allri, þátttakenda beinna, og mótsgesta allra. Laugarvatnsför marki djúp spor í sögu æskulýðs þjúóðar okkar, og brú verði yfir fjöll milli Lauga 1961 og Laugarvatns 1965. Eigum aldrei með okkur Orlygsstaða- fund framar, íslendingar. Apavatnsför víki fyrir Laugarvatnsför. Þó hyggjum við á för norður, vestur eða austur. Leiðangri og her- för landsmótanna mun verða fram haldið. — Sturlunga segir um fyrr nefndan fund hér suður á sléttunni: „Létu menn hesta sína á gras, því at eigi skorti áfanga". Þess er og getið, að vað á Sogi var djúpt, er héðan var haldið. Hér skortir eigi áfangastað í dag. Gróður lands okkar mun ekki bregðast, þótt seint vori á stundum. Djúp vötn falla fram til sjávar og þrungin orku. Vaxtarmagn býr í ungmennum þjóðar okkar og straumar blóðs þeirra eru þung- ir og heitir. Megi okkur öllum auðnast að eiga hér nú góðan áfangastað. Herför æskunnar og víkingaferð til Laug- arvatns í dag boði batnandi öld ungra manna og kvenna á íslandi. Fyrir hönd U.M.F.Í færi ég þakkir öllum þeim, scm stuðlað hafa að þessari hátíðar- stund. Heimamönnum eru fluttar þakkir og for- ráðamönnum Laugarvatns, ríkisstjórn ís- lands fyrir mikilvæga fyrirgreiðslu m.a. með Árni Guímundsson, Gylfi Þ. Gíslason og Eiríkur J. Eiríksson við setningu lands- mótsins. fullgerðum völlum þessum, íþróttafulltrúa íslands, Landsmótsnefnd og sjálfboðaliðum og starfsfólki fjölmörgu. En síðast og fyrst hylli ég fylkingar þær, er nú munu berjast bróðurlega og af full- um drengskap með heill og heilbrigði að takmarki, einstaklinga og heildar. Á almenning heiti ég að virða viðleitni hins unga fólks til líkamsræktar og andlegs þroska, með því að koma sómasamlega fram í Irvívetna, svo að þjóðarsæmd verði að móti okkar og það sönnun um mann- ræktarhug okkar allra og menningar. Er ég flutti hvatningu í útvarp vegna Haukadalsmóts fyrir réttum 25 árum, sagði Sigurður í Hattkadal við mig „Gleymdu ekki að geta þess, að Geysir muni gjósa." Megi sléttan milli Apavatns og Laugar- vatns glóa þessa daga af dögg, drengilegra átaka æskulýðs þjóðar okkar. Umfram allt leysist úr læðingi hitans máttur iands okkar og ungra hjartna, starfsástar og íþróttar, sannrar ættjarðarástar, að frelsi okkar eflisr og farsæld í hvívetna. Guð blessi mót okkar og helgi það. 12. landsmót U.M.F.Í er sett. íslandi allt. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.