Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Síða 34

Skinfaxi - 01.11.1965, Síða 34
VakÍBE þjóðarathygli Landsmóí ungmcnnafélaganna vakti óskipta athygli allrar þjóðarinnar og sýndi öllum i'ram á að ungmennafclagshrcyl'ingin hefur aldrei átt eins mikinn fjölda af dugmiklu æskufólki til að byggja á, eins og nú. Dæmi um þennan áhuga er það, að öll dagblöðin birtu for- ystugreinar um 12. landsmótið og ungmennafélögin. Birtum við hér kafla úr þeim tál þess að kynna lesendum Skinfaxa álit forystumanna dagblaðanna. „LANDSMÓT UMFÍ” „Að því (Iandsmótinu) stóð ein merki- legasta og manndómsríkasta félagshreyfing, sem látið hefnr að sér kveða í landinu á þessari öld. Þar fylkti æskan liði með meiri glæsibrag, en sézt hefur áður á íslenzku landsmóti. Þar áttu aldnir menn og ungir samleið í baráttu fyrir göfugum hugsjón- um. Úr flestum eða öllum héruðum landsins komu fjölmennir og glæsilegir hópar þess unga fólks, sem vaxið hefur upp í land- inu síðustu áratugina, og þar fór fram fjöl- mennari íþróttakeppni en á nokkru öðru móti. Sérstaklega er ánægjulegt, hvernig atvinnulíf Iandsins tengist íþróttalífinu í starfsíbróttunum. Laugarvatnsstaður heilsaði gestum í feg- ursta skrúða, og umgerð hans stóð sem glæsilegt tákn um reisn æskunnar í land- inu. Á mórinu voru haldnar samkomur með ræðum og ágætum skemmtunum, og því var heldur ekki gleymt að líta til vegar inn í framtíðina. Með þessu móti sýndu ung- mennafélögin þjóðinni, svo að ekki þarf um að villast, hver styrkur býr í þeim enn, og að enn er óhætt að binda djörfustu vonir þjóðarinnar við þau. Undirbúningur og stjórn þessa mikla móts er talinn hafa farið frábærlega vel úr hendi ungmennasambandsins Skarphéðins, og mótið allt fór svo vel fram, að aðdáun vakti, og í því sýndi ungmennafélagsæsk- an og hreyfingin enn manndóm sinn og þroska." (Tíminn, 6. júlí 1965). „NÝJAR HUGSJÓNIR" „Um helgina var haldið mikið mót Ung- mennafélaga á Laugarvatni. . . . Um eitt mál gæti æskan í sveitum og borgum sam- einast undir merki Ungmennafélaganna, mál, sem reyndar er gamalt hugsjóna- og baráttumál félagsskaparins og þar sem nýs átaks er nú mjög þörf. Náttúrufræðingar okkar hafa fyrir skömmu bent á þá í- skyggilegu staðreynd, að landið blæs óðum upp og eykst landauðnin með hverju árinu sem líður . . . Er hér ekki um verðugt framtíðarverkefni að ræða fyrir Ungmenna- félagshreyfinguna í landinu?" (Vísir, 5. júlí 1965). 34 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.