Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags Islands — LXII. árgangur — 3. hefti — júli 1971 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. Ungmennafélögin brúa bilið Þegar þessar línur eru skrifaðar höldum við íslendingar hátíðlegan fullveldisdaginn. Við minnumst þess, að á liðnum áratugum, og raunar öldum, hafa unnizt sigrar einn af öðr- um, oftast þrep fyrir þrep, en stundum einn- ig í stórstígari áföngum. Lokaáfanginn náðist 17. júni 1944, þegar þjóðin hlaut fullt sjálf- stæði og algjör forráð sinna mála. Hversvegna þurfti þjóðin að vinna þetta frelsi? Segir ekki sagan, að landið hafi byggzt af frelsisunnandi fólki, sem yfirgaf óðul sín og föðuriand fremur en að una ofríki valdakónga? Varðveitti það þá ekki þetta þráða frelsi? Ekki auðnaðist það. Sundurþykkja og valda- streita landsmanna varð m. a. til þess, að þjóðin var hneppt í fjötra erlends valds öldum saman. Fuliveldið, frelsið varð því að vinnast á ný. Vissulega eiga ungmennafélagar að horfa fram á við en ekki til baka. Reynsian er þó ólygnust. Byggjum því framtíðina á þeim grunni, sem fortiðin hefur iagt. Slítum ekki i sundur þessi tengsl fortíðar og framtíðar. Vefum vefinn áfram heilan og traustan, svo að voðin verði samfelld og haldgóð. Mjög er nú tíðrætt um hið mikla dúp milli kynslóðanna, hinnar yngri, sem i mörgu til- liti vex upp í hömlulitlu frelsi og hinnar eldri, sem vandist öðrum háttum. Vandinn er vissu- lega mikill I þessum málum, en margt er þó um þau ofsagt. Eitt af höfuð viðfangsefnum ungmennafé- laganna er að brúa þetta bil og þá ekki síð- ur að koma í veg fyrir að það myndist, sé þess nokkur kostur. Þetta hefst ekki nema við höfum trú á, að um þarft mál og nauðsynlegt sé að ræða og séum þess fullviss, að starfið beri nokkurn árangur. Vissulega virðist okkur hann oft lít- ill, en þó hefur hann gildi, bæði fyrir líðandi stund og framtíð. í síðasta hefti Skinfaxa er athyglisvert sam- tal við hinn aldna ungmennafélaga Sigurð Greipsson í Haukadal. I þessu stutta spjalli eru með skýrum línum dregnir fram þeir eðl- isþættir, sem haldbeztir eru til árangurs á þessum vettvangi: Kjarkur, réttsýni, trú á mál- efnið og trú á land og þjóð og þá ekki sízt þrautsegja sú, sem dugar til að koma málum í höfn. Ég hóf þessar línur á því að ræða um full- SKiNFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.