Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 18
síns 40 þús. krónur! Bindindishreyfingin
nýtur 5,6 milljón króna ríkisstyrks. Land-
vemdarsamtökin, sem skipuleggja gróð-
urvernd og landgræðslu um allt land fá
litlar 150 þús. krónur til félagsstarfsem-
innar, og ÆSÍ, heildarsamtök íslenzkrar
æsku aðeins 130 þús. krónur.
Þessar fjárveitingar geta ekki verið
byggðar á hlutlægu mati á starfi þessara
félagssamtaka og þeim árangri, sem þau
hafa náð. Máttarvöld þjóðfélagsins hafa
greinilega tilhneigingu til að renna fjár-
hagsstoðum undir vissar forréttindastofn-
anir án tillits til starfs og árangurs fvrir
æskuna og landið. íþróttaunnendum og
uppalendum (og alþingi líka) er kunnugt
um það hneyksli, að alþingi hefur gert
íþróttasjóð að slíkri hornreku, að hann
hefur árum saman ekki getað staðið við
lögboðin framlög. íþróttasjóður er sveltur
með 5 milljón króna framlagi, sem er
óbreytt ár eftir ár þrátt fyrir sívaxandi
hlutveik sjóðsins og almenna verðbólgu,
og fyrir þessa öfugþróun líður allt
íþróttastarf í landinu.
Með hliðsjón af þessari fjárhagslegu
hungurpólitík er fróðlegt að skyggnast í
6. gr. fjárlaga, en skv. XXXIX. lið hennar
heimilar alþingi ríkisstjórninni að „á-
byrgjast allt að 15 millj. króna Ián fyrir
félagið Heilsuræktin, Reykjavík“. „Félag-
ið Heilsuræktin“ á sér eflaust göfugt
markmið, en það eiga líka öll áðurgreind
samtök og sennilega líka þau fyrirtæki,
sem bjóða fólki gufuböð, nudd, geirlaug-
aráburð og húsmæðraleikfimi. „Félagið
Heilsuræktin" er til orðið fyrir klofning
úr hinni frjálsu íþróttahreyfingu, og
manni er spurn, hvort hér sé verið að
opna íþróttafélögum og gufubaðstofum
nýja leið til fjárhagsaðstoðar, eða verða
íþróttafélögin að gerast einkafyrirtæki ut-
an íþróttahreyfingarinnar til að öðlast
slíkt lánstraust hins opinbera?
Ekki án baráttu.
Hið gamla kjörorð „Handritin heim“
heyrist líklega ekki lengur. Handritamál-
ið er loks til lykta leitt, og við fáum aftur
íslenzku handritin, sem öldum saman
hafa verið geymd í Danmörku. Tveir
mestu dýrgripirnir, Konungsbók eddu-
kvæða og Flateyjarbók eru þegar komn-
ir til Islands á ný.
Það væri að bera í bakkafullan lækinn
að ætla að ræða meira en orðið er um
heimkoma handritanna og fögnuð Is-
lendinga yfir málalokum. Aðeins skal á
það minnzt, að endurheimt handritanna
hefur ætíð verið á dagskrá ungmennafé-
laganna, og sambandsþing UMFI hafa
im langt árabil gert samþykktir í mál-
inu.
Það má ekki gleymast, að sigurinn
vannst ekki án langrar baráttu. Sú bar-
átta var ekki háð af ráðamönnum þjóða,
heldur fyrst og fremst af skeleggum mál-
svörum Islands, sem unnu að því að
skapa þann þjóðarhug í Danmörku, sem
leiddi til þess að danska þjóðþingið sam-
þykkti að færa Islendingum handritin
sem þjóðargjöf frá Dönum. Meðal þeirra
Islendinga, sem þar lögðu mest af mörk-
um, er Bjarni M. Gíslason, en margir
ágætir Danir léðu málinu líka gott lið.
Bjarni M. Gíslason var heiðursgestur
13. landsmóts UMFÍ á Eiðum, og flutti
þar erindi, sem heitir: „Handritin og
danska þjóðargjöfin“. Það er prentað í 3.
hefti Skinfaxa 1968, og Skinfaxi telur sig
ekki geta fagnað heimkomu handritanna
betur en með því að benda öllum á að
lesa þetta erindi Bjama.
18
SKINFAXI