Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 23
3. Hoppað sundur og
saman. Hoppið varlega
— dúið lítillega i hnjám
en hafið hrygginn bein-
an. Gert í lotum með
10—20 endurtekningum
i hverri.
4. Smáhopp með fót-
skiptum fram og aftur.
Hoppað varlega með ör-
litlu dúi í hnjám en
taeinum hrygg. Gert i
lotum með 10—20 end-
urtekningum í hverri.
5. Smáhopp i lotum á öðrum
fæti. Hoppað varlega i góðu
jafnvægi með vel beinan
hrygg. 10—20 endurtekningar
í hverri lotu.
6. Jafnfætis smáhopp. Réttið
vel úr ökklunum i upphopp-
inu. Örlítið gefið eftir í
hnjám, þegar komið er niður.
Lotur með 10—20 endurtekn-
ingum.
Æfingarnar 1—6 verka aðallega á rétti-
vöðva ökla-, hné- og mjaðmaliða.
Æfingarnar 7, 8 og 9 verka aðallega á
magavöðvana og beygjuvöðva mjaðmar-
liðs.
7. Setið á gólfi
meðfæturfasta
milli tveggja
neðstu riml-
anna. Setzt upp
og lagzt niður.
Byrjað með því að höfuðið og olnbog-
arnir pressast áfram. ATH. Æfingin verð-
ur eftir þvi erfiðari, sem hnén eru beygð-
ari eða fæturnir eru festir hærra upp.
8. Sama upp-
hafsstaða og í
no. 7. Hring-
hreyfingar í
lotum á vinstri
og hægri hlið.
9. Setið á bekk
meðfæturfasta
milli rimla á
hæð við bekk-
inn eða örlítið
neðar. Haldið á
þyngd við
brjóst. Lagzt
niður með bolvindu á aðra hliðina. Setzt
upp og endurtekið á hina hliðina. Bezt er
að gera æfinguna með h. og v. bolvindu
til skiptis.
10. Staðið með fætur í
sundur. Hliðbeygjur með
litlu dúi i hnjám. Byrjað
með léttum þunga, sand-
sekk eða einstakri skífu
framan á brjósti. Verkar
einnig vel á magavöðvana.
SKINFAXI
23