Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 9
Hörður S. Óskarsson: / / 14. Hugleiðingar um c=þr/lANDSMÓT sundkeppni Landsmótsins Nú líður senn að því að 14. lands- mót ungmennafélaganna hefjist, en það fer fram á Sauðárkróki 10. og 11. júlí n.k. Það mun ekki ofmælt þó að sagt sé að þessi íþrótta- og útihátíð, sem UMFI og hin einstöku héraðssambönd sjá um, sé eftirsóknarverðust og ánægju- legust allra útihátíða, sem um getur. Þessu veldur góð skipulagning, fjöl- breytni í dagskráratriðum og síðast en ekki sízt, að þar mætist æska íslands frá öllum hinum dreifðu byggðum landsins. Þar er brúað bil milli landshluta, milli æsku og elli, þar skapast kynni sem jafn- vel stundum vara æfilangt. Guðjón Guðmundsson, Umf. Skipaskaga. UMSS og Sauðárkróksbúar hafa nú tekið að sér framkvæmd þessa einstæða landsmóts og munu gera það af sínum alkunna myndarskap, enda hafa þeir í engu til sparað að gera þessa hátíð að þeirri útisamkomu, sem allir munu lengi í minnum hafa. Aldrei í sögu landsmóta UMFI hefur verið um eins fjölbreytilega dagskrá að ræða og því sannarlega „eitt- hvað fyrir alla“. Þar í á stóran hlut 100 ára byggðarafmæli Sauðárkróks, og var það bæði ánægjuleg og snjöll hugmynd að tengja þessa ungmennafélagshátíð 100 ára afmæli kaupstaðarins. Sauðárkróks- búar mega vera stoltir af þessu framtaki og reyndar Skagfirðingar allir. Hafi þeir þökk fyrir og hamingjuóskir. Og það, sem að íþróttafólkinu snýr, er ekki af lakari endanum, því aldrei í sögu landsmótanna hefur sundfólkinu verið færð upp í hendurnar slík aðstaða sem á Sauðárkróki er í dag. Þar er nú risin ein glæsilegasta sundlaug landsins, að vísu löngu byggð af stórhug og myndarbrag, en nú færð í slíkan búning sem bezt verð- ur á kosið. Aðstaðan er ekki eingöngu góð fyrir sundfólkið heldur og fyrir á- horfendur, þannig að öllum þeim, sem mæta á sundkeppni landsmótsins, er gef- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.