Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 17
Hver er ástæðan fyrir áhuga um- boðsmanna hinna erlendu „Miss“- fyrirtækja? félögum sé ekki ögrað með svo smekk- lausu orðagjálfri, sem kona þessi lætur frá sér fara. Það getur í sjálfu sér verið skaðlaust að útnefna „fegurðardrottn- ingar“, eins og stundum er gert til gam- ans á skólaskemmtunum og víðar. En hér er um að ræða gróðaherferð einstaklinga, sem nota sér áhrifagirni unglinga með hjálp dagblaðanna til að raka saman fé bæði fyrir innlenda umboðsmenn og er- lendar stofnanir. Frekja þessara aðila er gegndarlaus, enda er dyggilega ýtt undir þá af dagblöðunum. Þeir hafa getað notað félagsheimilin til iðju sinnar og nú fullyrða jieir blygðunarlaust, að þeir geti notað ungmenna- og íjn’óttafélögin í sama tilgangi. Er ekki kominn tími til að ungmenna- og íþróttafélögin afgreiði þessa umboðs- menn í eitt skipti fyrir öll þannig að þeir reyni ekki oftar að tengja starfsemi sína þessum æskulýðssamtökum. Nýtízlcu fjárhagsaðstoð F járþörf ungmennafélagshreyfingar- innar hefur oft verið á dagskrá og ung- mennafélagar kannast vel við fjárhags- erfiðleikana, sem oftast er við að glíma í félagsstarfinu. Þetta er ekkert íslenzkt fyrirbrigði, heldur sameiginlegt vandamál í frjálsu félagsstarfi víða um heim. Stjórnvöld margra landa hafa látið sér skiljast, að starfsemi íþróttafélaga hefur þjóðfélags- legt uppeldisgildi, og hafa þess vegna tryggt íþróttahreyfingunni fjárhagslegt öryggi. Hér á landi hafa opinberir styrkir til ungmenna- og íþróttafélaga farið heldur vaxandi hin síðari ár, en samt skortir mikið á að komið sé til móts við brýnustu þarfir félaganna. Ungmennafélagshreyfingin telur sig sérstaklega afskipta í fjárveitingu af hálfu hins opinbera, þar sem ekki virðist tekið tillit til hins fjölþætta félags- starfs ungmennafélaganna og stór- aukinnar starfsemi UMFI. Önnur hlið- stæð samtök með sérhæfðari og meira afmarkaða starfsemi eiga flest líka í fjár- hagserfiðelikum og hafa síður en svo of háan fjárstyrk. En öllum, sem hafa aug- un opin, er Ijóst, að hér er hin aðsjála hönd fjárveitingavaldsins mjög misgjöful. Þetta má verða ljósara, þegar litið er í fjárlög íslenzka ríkisins fyrir 1971. ÍSÍ fær 5,9 milljónir króna, sem er ekki mikið fyrir geysifjölinenn heildarsamtök með mikið starf. Hins vegar þóknaðist alþingi ekki að veita UMFÍ nema 800 þús. krón- ur, sem þó er 200 þús. krónum hærra en áður var. Á sama tíma er veitt 2,8 milljón- um króna fyrir „æskulýðsstörf og sumar- búðir" Þjóðkirkjunnar, þar af 1,5 millj. kr. til sumarbúðastarfs. Þess ber þó að geta, að enginn aðili rekur meira né fjölbreytt- ara sumarbúðastarf en ungmennafélögin, en UMFÍ og ÍSÍ fá til sumarbúðastarfs SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.