Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 7
Á þessum uppdrætti sést skipulag mannvlrkja á iandsmótssvæðinu á Sauðárkróki.
glímu verður nú í fyrsta sinn keppt í
tveimur þyngdarflokkum, — annars veg-
ar glímumenn yfir 84 kg. og hins vegar
menn 84 kg. og léttari. Hver sambands-
aðili má senda tvo keppendur í hvom
þyngdarflokk.
Þá verður keppt í knattspyrnu, körfu-
knattleik karla og handknattleik kvenna,
og koma þrjú lið til úrslitakeppninnar í
hverri grein, eins og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu.
í frjálsum íþróttum, starfsíþróttum og
sundi gilda þær reglur, að hver þátttak-
andi má ekki keppa í fleiri en þremur
greinum auk boðhlaups eða boðsunds.
Hver sambandsaðili hefur rétt til að
senda þrjá menn í hverja grein nema í
glímu, eins og áður segir, og í dráttar-
vélaakstur tvo keppendur.
Sú almenna regla gildir um þátttöku-
rétt á landsmótinu, að þeir einir hafa rétt
til keppni, sem hafa búsetu á viðkomandi
félagssvæði á almanaksárinu eða hafa
ekki keppt fyrir félag utan UMFÍ að
minnsta kosti árið fyrir landsmót.
Stigaútreikningur.
í frjálsum íþróttum, starfsíþróttum,
sundi og glímu hljóta 6 fyrstu menn stig
sem hér segir: 1. 6 stig, 2. 5 st., 3. 4 st.,
4. 3 st., 5. 4 st. og 6. 1 st. Sama stigagjöf
gildir í boðhlaupum og boðsundum.
Verði einstaklingar eða sveitir jafnar,
skiptast stig að jöfnu milli þeirra.
SKINFAXI
7