Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 4
KRÓKS SAUÐÁRKRÓKI 10. OG 11. JÚLÍ 1971 FOHSÍÐUMYNDIN er frá sundkeppninni á landsmótinu á Laug- arvatni 1965, en þá var keppt í bráðabirgða plastsundlaug. í ár veröur sundkeppni Iands- mótsins hins vegar við góðar aðstæður í glæsi- legri sundlaug á Sauðárkróki. í þessu hefti Skinfaxa ræðir Hörður S. Óskarsson um væntanlegan árangur i sundkeppni 14. lands- mótsins. FORSETAHJÓNIN HEIMSÆKJA LANDSMÓTIÐ 4 Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, og forsetafrúin Halldóra Eldjárn munu heimsækja 14. landsmót UMFÍ á Sauðár- króki. Það er mikill heiður fyrir ung- mennafélagshreyfinguna að forsetahjónin skuli koma til hinnar stóru hátíðar henn- ar og dvelja þar meðal ungmtnnafélaga og annarra mótsgesta. Dr. Kristján Eld- járn var ungmennafélagi í æsku sinni eins og ættmenn hans nyrðra. Ungmennafélagar meta það mikils, að þjóðhöfðingi landsins skuli sýna hreyf- ingu þeirra shka ræktarsemi sem heim- sóknin sýnir. Þar með haldast ]iau tengsl, sem verið hafa undanfarin ár milli þjóð- höfðingjans og ungmennafélagshreyfing- arinnar, því fyrrverandi forseti, hr. Asgeir Ásgeirsson, heimsótti landsmótin á Þing- völlum 1957 og að Laugarvatni 1965, enda var hann líka áhugasamur ung- mennafélagi og starfaði mikið í hreyfing- unni í æsku sinni. veldisdaginn. Með því vildi ég minna á bein- an þátt ungmennafélaganna í frelsis- og fram- farabaráttunni frá aldamótum og þó sérstak- lega og ekki síður á óþeinan þátt þeirra að þeim málum. Þau verða æfinlega grundvöllur starfsins. Hjá ungmennafélögunum er alltaf eitthvað framundan, margt smátt en annað stórt í sniðum. Á næsta leiti er nú 14. landsmótið á Sauð- árkróki. Hjálpumst öll að þvi að framkvæma það svo, að sómi verði að fyrir ungmenna- félögin. Innan fárra ára minnist þjóðin 11 alda byggðar. Vafalaust verður þá kallað á ung- mennafélögin til starfa og stuðnings í undir- búningi og framkvæmd þeirrar þjóðarhátíðar. Enginn efi er því á, að Sigurður Greipsson hefur lög að mæla, er hann segir í fyrrnefndu samtali: „Ungmennafélögin hafa alltaf haft miklu hlutverki að gegna og ekki sízt nú. GuSjón Ingim. 4 SKINFAXI t

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.