Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 11
þrefaldan meistara frá síðasta landsmóti, og verður hún eflaust í sérflokki í sínum greinum. Með henni er harðsnúið lið góðra sundmanna og kvenna, sem gefur ekki eftir fyrr en í fulla hnefana. Má þar nefna Erlu Ingólfsdóttur, Ingunni Guð- mundsdóttur, Elínu Gunnarsdóttur, Jó- hönnu Jónsdóttur, að ógleymdri hinni fjölhæfu íþróttakonu Þuríði Jónsdóttur og af piltunum þá Magnús Jakobsson, Þórð Gunnarsson, Sigmund Stefánsson og Þorstein Hjartarson. UMSS, gestgjafar mótsins að þessu sinni, hafa oft náð langt í sundkeppni landsmótanna, enda átt ágætu sundfólki á að skipa í mörg ár. Því ber vitni árang- ur þess á Norðurlandsmeistaramóti í sundi undanfarin ár og árangur Birgis Guðjónssonar gefur fyllilega til kynna að Skagfirðingar munu ekki láta sitt eftir liggja til að gera þetta sundmót tvísýnt og spennandi allt til loka. UMSK mun nú senda til leiks ungt og efnilegt fólk sem staðið hefur sig vel á sundmótum syðra og í nokkrum greinum gera hinum stærri í sundinu smáglennu. Þeirra þáttur í sundmótinu getur haft mikil áhrif á heildarúrslit landsmótsins og orsakað skjálfta bæði hjá Þingeying- um og Skarphéðinsmönnum, því er mikið í húfi að vel sé á sundmálum þeirra haldið, Sundfólk UMSK hefur verið í stöðugri framför frá síðasta landsmóti, meðfram vegna ágætrar aðstöðu í sund- laug Kópavogs. Frá HSÞ, HSS og UÍA hafa litlar eða engar fréttir borizt um sundmót, en ef að líkum lætur er ekki vafi á að þessi sam- bönd sem mörg eiga og hafa átt úrvals- sundfólk, hugsi nú gott til glóðarinnar og þeirra glæsilegu aðstæðna, sem Sauðár- krókur býður uppá, og komi á óvart í mörgum greinum sundmótsins. Á ýmsu getur oltið um sigur og tap í sundkeppni landsmótsins á Sauðárkróki í sumar og næsta ógjörningur að spá um sigurvegara mótsins enda ætla ég mér ekki þá djörfung. En þar sem þetta sund- mót brýtur að nokkru leyti hlað í sögu sundkeppni landsmótanna hvað aðstæður snertir, þá verður það áreiðanlega sá bezti eða betri sem sigrar en ekki ó- heppni eða heppni um að kenna ef ein- hver tapar eða vinnur. Þarna verður allt eins og bezt verður á kosið, bæði fyrir áhorfendur og keppendur og engin til- viljun í fyrirrúmi, heldur sá undirbúning- ur sem sundmenn hafa lagt í undanfarin ár til þess að láta landsmótsmetunum rigna á Sauðárkróki. Landsmótsmetin eru nú þessi: 100 m baksund karla ........ 1:12.0 Davíð Valgarðsson UMFK 1965 100 m bringusund kvenna .... 1:32,2 Þuríður Jónsdóttir HSK 1965 200 m bringusund karla ..... 2:47,3 Guðjón Guðmundss. UMF Sk. 1968 100 m skriðsund kvenna ..... 1:12,8 Guðmunda Guðmundsd. HSK 1968 100 m skriðsund karla ...... 1:02,3 Finnur Garðarsson UMF Sk. 1968 800 m frjáls aðferð karla .... 10:19,5 Davíð Valgarðsson UMFK 1965 400 m frjáls aðferð kvenna .... 5:30,9 Guðmunda Guðmundsd. HSK 1968 100 m baksund kvenna ekkert met 4x50 m fjórsund karla ekkert met 4x50 m fjórsund kvenna ekkert met SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.