Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 12
Síðasta kveðja Helga til Skinfaxa í lok síðasta árs fékk ritstjóri Skinfaxa bréf frá Helga Valtýssyni. Þar kemur enn fram sami áhuginn og áður fyrir íslenzkri æsku, ungmennafélögunum og málgagni þeirra, sem hann kom á fót og ritstýrði í upphafi. Fyrir þremur árum fékk hann aðkenningu af hjartaslagi og lamaðist öðru megin. Hægri höndin var gjörsam- lega óvirk. En það liðu ekki margir mán- uðir þangað til líf var tekið að færast í höndina, og með eljusömum æfingum tókst honum brátt að verða ritvélarfær aftur. Þetta var Helga líkt. Ekkert gat bugað þennan mann; hin létta lund hans og óbilandi bjartsýni stuðluðu að því. í bréfinu, sem er listavel vélritað segir hann m. a.: „Og þótt ég telji mig nú aðeins hálfdrætting á ritvélavettvangi samanborið við það, sem áður var, þykir mér samt vænt um „afrek mín á ritvélar- rokkinn“, og afsáka seinaganginn og gla])paskotin með því, að varla sé við meira að búast af hálfdrættingi með hálfa-aðra hönd á „afrekaskránni“ . . . og fátt smátt má gamlan gleðja . . .“ Þannig er léttleikinn og heiðríkjan yfir öllu bréfinu frá þessum 94 ára öldungi, líka þegar hann segir frá veikindum sín- um og erfiðleikum. Einnig kemur glöggt fram að honum er umhugað um velferð þessa málgagns, sem hann gaf lífið fyrir rúmum 60 árum, því hann víkur einmitt að afmælisheftinu: „Síðan ég fékk tvöfalda heftið af Skin- faxa: 1.—2. hefti 60. árgangs, hefi ég haft í huga, — títt bæði daga og nætur — að skrifa þér sæmilega rækilegt bréf með innilegri þökk fyrir prýðilega og glæsilega heftið, sem er það fyrsta í háa tíð, sem hefur vakið hjá mér sterka freistingu til persónulegra bréfaskrifta við ritstjóra Skinfaxa". í bréfinu ræðir hann sitthvað um störf sín fyrr á árum og um skáldskapinn, sem alltaf var honum hugstæður. Og að lok- um skrifar hann: Eg fjölyrði ekki frekar um þetta, en allmargt hefi ég í huga, sem gaman hefði verið að spjalla um við þig — ef ævin entist. — Og sérstaklega eru það nokkur atriði um ungmennafélögin, Helgi Valtýsson á unga aldri. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.