Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 14
SUMARBÚÐIR Sumarbúðastarfsemi ungm6nnafélag- anna hefur stöðugt farið vaxandi á und- anförnum árum, og notið sívaxandi vin- sælda bama og unglinga og ekki síður foreldra, sem fá nú tækifæri til að koma börnum sínum á námskeið hjá reyndum leiðbeinendum í íþróttum og félagsmál- um. Sumarbúðastarfsemin er þegar farin að segja til sín í breiðara og árangursrík- ara íþróttastarfi ungmennafélaganna. Unglingar, sem hófu íþróttaferil sinn í sumarbúðum, eru víða orðnir meðal efni- legustu og fremstu keppenda á íþrótta- mótum. Ekki er síður mikilvægt, að ungl- ingarnir fá í sumarbúðunum þjálfun í Hópur unglinga í sumarbúðum UMSK nú í vor ásamt leiðbeinendum, Öldu Helgadóttur t. v. og Júlíusi Arnarsyni. hollu félagslífi og læra reglusemi og prúðmannlegar umgengnisvenjur. Allmargir sambandsaðilar UMFÍ hafa j^egar byrjað sumarbúðastarfsemi sína á þessu sumri og sums staðar er henni þeg- ar lokið. í júnímánuði strfrækti Ungmennasam- band Kjalarnesþings sumarbúðir fyrir börn og unglinga að Varmá í Mosfells- sveit. Var gist í barnaskólanum að Varmá, en mötuneyti var í Hlégarði. Sumarbúð- unum veittu forstöðu Júlíus Arnarson íþróttakennari og Alda Helgadóttir fóstrunemi. Haldin voru fjögur námskeið, og stóð hvert þeirra í 6 daga. Á námskeið- unum fengu þátttakendur tilsögn í flest- um greinum íþrótta, svo sem frjálsum íþróttum, sundi og knattleikjum. Einnig var þátttakendum kynnt hjálp í viðlögum og félagsstarfsemi ungmennafélaganna. Haldnar voru kvöldvökur með léttu skemmtiefni og farið í göngu- og kynnis- ferðir um nágrennið. Þetta er í fyrsta skipti, sem UMSK starfrækir sumarbúðir, og er þess að vænta, að þessari starfsemi verði haldið áfram næsta vor. Héraðssambandið Skarphéðinn hefur starfrækt sumarbúðir fyrir börn og ungl- inga á hverju sumri síðan 19G6. Þar eru kenndar ýmsar íþróttagreinar, fræðsla veitt um ýmsa þætti félagsmála og séð 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.