Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 20
RÆTT VIÐ FORMANN GLÍ ÍÞRÓTTALEG ÚTTEKT Á GLÍMUNNI Ólafur H. Óskarsson Skinfaxi átti nýlega stutt viðtal við Ólaf H. Óskarsson, formann Glímusambands íslands, en Ólafur tók við forystu í GLÍ í fyrra, en hafði setið í stjórninni áður um árabil. — Hverjar eru helztu aðgerðir GLÍ til að efla glímuíþróttina? — Við stuðlum að glímukennslu sem víðast um landið og margs konar kynn- ingarstarfsemi á íþróttinni, vinnum að mótum og sýningum auk þess sem mikil Mikilvægt er að piltar í unglinga- skólunum fái að kynnast glím- unni af eigin raun. vinna Hggur í almennri stjórnun og end- urskoðun á reglum og lögum varðandi glímuna. — Hefur glímukennsla aukizt? — Við höfum unnið að ])ví að koma á kennslu og námskeiðum í samvinnu við skóla og íjrróttasamtök. Það hefur tekizt misjafnlega. Glíma hefur t. d. verið kennd í Lindargötuskólanum í Reykjavík, Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi og á Eiðum og áhugi verið góður. Það er mik- ilvægt að kynna glímuna ásamt öðrum íþióttagrcinum í unglingaskólunum til þess að sem flestir ungir menn fái að kynnast íþróttinni af eigin raun. í haust byrjar væntanlega glímukennsla í öllum unglinga- og gagnfræðaskólum á Snæ- fellsnesi og hafa skólastjórarnir sýnt lofs- verðan áhuga fyrir málinu. Við leggjum svo áherzlu á, að íþróttafélögin taki við og veiti unglingunum þjálfunaraðstöðu áfram, þegar skólunum sleppir. Þess má geta, að s.I. vetur gekkst GLÍ fyrir glímu- kennslu ásamt Umf. Aftureldingu í Mos- fellssveit og UMSK að Brúarlandi. Þarna voru strákar á aldrinum 12—16 ára og æfðu af miklum áhuga. GLÍ hefur kenn- 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.