Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 36
Hver tekur beztu ljósmyndina á landsmótinu? Nýstárleg keppnisgrein stendur áhuga- sömum ljósmyndurum til boða í sam- bandi við landsmótið. Landsmótsnefnd hefur ákveðið að efna til ljósmynda- keppni, og er ekki að efa að ljósmyndarar munu geta fundið margt áhugavert við- fangsefni á landsmótinu. Reglur fyrir Ijósmyndakeppnina eru eftirfarandi: 1. Keppnin er öllum opin. 2. Efni myndanna skal vera frá 14. lands- móti UMFÍ sem haldið verður á Sauð- árkróki dagana 10. og 11. júlí í sumar. 3. Keppnin tekur yfir bæði litskugga- myndir og svart-hvítar pappírsmyndir. Litskuggamyndirnar skulu vera inn- rammaðar milli glerja í stærðunum 5x5 eða 7x7 sm. tilbúnar til sýningar í skuggamyndavél. Pappírsmyndirnar skulu vera minnst 18 sm. á hlið og mest 30x40 sm. 4. Hver keppandi má senda í keppnina mest 4 myndir í hvom flokk og mega myndirnar ekki hafa birzt opinberlega áður. Myndirnar skulu merktar dul- nefni en rétt nafn fylgja með í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni. 5. Frestur til að skila myndum í keppn- ina rennur út 20. sept. ’71 og skulu þær hafa borizt fyrir þann tíma til skrifstofu UMFÍ, Klapparstíg 16, Rvík. 6. Keppnin skiptist í tvo flokka, og verða veitt þrenn verðlaun í hvorum flokki: A) Beztu íþróttamyndirnar. B) Beztu myndimar af frjálsu efni frá mótinu. 7. Þrír menn, valdir af eftirtöldum aðil- um skipa dómnefnd: Landsmótsnefnd, Samtökum íþróttafréttamanna og Fél. áhugaljósmyndara. Ákvörðun dóm- nefndar verður endanleg. 8. Landsmótsnefnd áskilur sér rétt til birtingar á myndum sem berast í keppnina. Dómnefnd liefur verið skipuð sam- kvæmt reglugerðinni, og eiga sæti í henni þeir Stefán Petersen frá landsmótsnefnd, Jón Ásgeirsson frá Félagi íþróttafrétta- manna og Karl Jeppesen frá Félagi áhugaljósmyndara. 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.