Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 15

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 15
Hópur bama og ungl- inga í íþróttaskóla Sig- urðar R. Guðmunds- sonar að Leirá í júní- mánuði 1971. Sigurður er lengst til hægri á myndinni. (Ljósm. Sig. Geirdal.) er fyrir hollri skemmtan fyrir unglingana daglega meðan á námskeiðunum stendur. í júní s.l. voru tvö námskeið fyrir drengi, og gátu þeir verið hvort heldur eina eða tvær vikur. Fyrir stúlkur var eitt nám- skeið að þessu sinni. Þórir Þorgeirsson, íþróttakennari á Laugarvatni hefur stjómað námskeiðunum frá upphafi, en honum til aðstoðar í ár var Anton Bjarna- son íþróttakennari. Héraðssamband Suður-Þingeyinga hef- ur í mörg ár starfrækt sumarbúðir fyrir pilta og stúlkur að Laugum. Þátttakendur hafa oftast verið 40—50 að tölu og marg- ir þeirra úr Ungmennasambandi Norður- Þingeyinga. Námskeiðum þessum lýkur jafnan með íþróttamóti fyrir þátttakend- ur. Margir fleiri sambandsaðilar hafa verið og eru með sumarbúðanámskeið af þessu tagi. Sumir hafa líka notað sundnám- skeiðin í hinum ýmsu héruðum til þess að mynda í kringum þau nokkurs konar sumarbúðastarfsemi og fjölbreyttari íþróttakennslu. Sá háttur er t. d. á hafður hjá Ungmennasambandinu Ulfljóti nú í sumar. Þá má geta þess, að einstakir forystu- menn í ungmennafélagshreyfingunni reka sumarbúðir með miklum myndarbrag. Námskeið íþróttaskóla Sigurðar Guð- mundssonar á Leirá, ritara UMFI, njóta mikilla vinsælda, og sækja þau um 120 unglingar í ár á aldrinum 9—14 ára. Þá höfðu þeir Vilhjálmur Einarsson skóla- stjóri, form. UMSB, og Höskuldur Karls- son íþróttakennari, sumarbúðanámskeið í Reykholti í júnímánuði. Leikskrá landsmótsins Öllum gestum 14. landsmótsins skal bent á vandaða leik- skrá, sem seld verður á landsmótinu. í henni er skrá um alla keppendur og keppnisnúmer þeirra. Þeir, sem fylgjast vilja með keppninni þurfa því að hafa leikskrána i höndunum. í henni er einnig yfirlit um fyrri landsmót, skrá um lands- mótsmet og upplýsingar um alla þjónustu á mótinu . SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.